Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 79
Um skilning á Biblíunnui
opinberunin er ekki ritningin, það sem ritað var, heldur sá atburður að tal
Guðs bar að. Því er Biblían ekki Orð Guðs í öðrum skilningi en þeim að
hún er vitnisburður um Orðið. En sem slíkur vitnisburður er hún forsenda
þess að við heyrum Orðið. Af þessu stafar sú megináhersla sem lögð er
(eða ætti að leggja) á ritningamar í lífi kirkjunnar í nútímanum.
Orð Guðs merkir tal Guðs, visku hans og skapandi mátt. Guð talaði til
spámanna og postula. Og hann talar til hins trúaða „í samvisku hans,
upplýstri af Heilögum Anda.“ „Orðið“ í upphafi Jóhannesarguðspjalls (í
jólaguðspjallinu) merkir skapandi athöfn. Viska Guðs og skapandi máttur
birtist sem maður, og nefnist það holdtekning. Af þeim sökum er Kristur
nefndur „Orð Guðs,” og er það heilagt haldið á jólum.
Orð Guðs skapaði heimana (S1 33). Guð talaði, og það varð (1M 1).
Orðið gjörðist mannlegt, einnig í þeim skilningi að það varð að orðum. Þá
birtist Guð spámönnum og postulum. Orðjð mætti þeim, og þeir skrifuðu
orðin (sem eru textar Biblíunnar).
Opinberunin er þannig Orð Guðs, en opinberunin er ekki hið sama og
orðjn, Biblían. Hún er vitnisburður um opinberunina, vitnisburður um
Orðið. Þetta mætti stíla svo, að Biblían sé staðurinn þar sem Guð opinberar
sig og frá þeim stað berist boðun trúarinnar. Einnig mætti taka svo til orða:
Biblían er farvegur opinberunarinnar og tal Guðs til okkar berst til okkar
um farveg orða hennar. — En minna ber á að Orð Guðs berst okkur um
farvegu sem kvíslast frá hinni miklu elfur ritninganna. Lúther kallaði
prédikunina „Orð”. Og opinberun er það þegar Guð talar til barnsins sem
fer með kvöldbænimar sínar.
Hefðin, geymdin
í söfnuði ísraels og í söfnuðum fomkirkjunnar varð til mikið ritað efni í
aldanna rás. Það vom sögur af helgum mönnum og trúarhetjum, orð þeirra
og dáðir, jarteikn og bænamál og kenningar þeirra um hinn sanna veg. í
aldanna rás söfnuðu menn slíku efni, túlkuðu það, skipuðu í bálka og rit.
Þessa frásögn opinberunarinnar og annað munnlegt og ritað efni af þessu
tagi, nefnum við geymd eða hefð. Helgi komst á þessi tilföng, og úr þeim
vom að lyktum valdar þær bækur sem nú em bækur þeirrar Biblíu sem við
þekkjum.
77