Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 165
Lífshamingjan
Lög og hamingja
„En hamingjan, [... ] hverju er það háð að menn höndli hana?”
í lagatextum eru skýr tengsl milli blessunar og afstöðu manna til
laganna, einkum þeim er tengjast sáttmálinu milli Guðs og manna.10
Boðskapur slíkra texta er eiginlega að sú eða sá hljóti hamingjuna sem
vandar lífemi sitt. Og þar kemur fram hugtak sem er mjög vanrækt nú á
dögum, og það er hlýðnin við lífsins lög.
í formálanum að Orðskviðunum í Guðbrandsbiblíu hljóma þeir tónar
sem hollt er að leika nú, enda gleymdir. Þau orð eru að sönnu mótuð af
skilningi genginna kynslóða á manninum og þjóðfélaginu og koma um
margt spánskt fyrir sjónir nútímamanninum, en einmitt þess vegna em þau
athyglisverð. Þar segir (örlítið stytt):
Þegar nokkur vill hlýðinn vera og sitt embætti til vara taka, þá rís vort eigið hold
þar svo fast í gegn að maðurinn verður mæddur og honum leiðist sín stétt, svo hann
iðrast þess alls sem hann uppbyrjað hefur. Því ekki neitt vill svo fyrir honum
framgang hafa sem hann gjaman vildi. Síðan hefst þar sorg og áhyggja, leiðindi,
mótmæli og óþol, svo að sá maður lætur fallast hendur og fætur, viljandi þaðan af
ekkert gjöra. [ . . . ] Svo kennir [Salómon ] að blífa í hlýðninni þolinmóður og
stöðugur í gegn mótgangi og freistni og ætíð að vænta og bíða með friði og fögnuði
þeirrar seinustu stundar. Og það sem [maður ] fær ekki haldið né umbreytt, það láti
hann svo vera og hjá líða. Allir hlutir sinnast vel í sinn tíma. [. .. ] Því að þar sem
Guð býr ekki með og stýrir sjálfur, þar er hvorki hlýðni né friður í nokkurri stétt.
En þar sem er hlýðni og góð stjóman, þar byggir Guð, kyssandi og faðmandi sína
elskulegu brúði með sínu elskulegu orði. Það er koss hans munns.
Heilindi
í þeim textum sem mótaðir eru af lagahefðinni er oft nefnt orð sem merkir
heilindi, dregið af sögn er merkir að vera fullgerður (tamam). Guð segir
við Abraham (1M 17.1): „Gakkþú fyrir mínu augliti og ver heill. “n
Fyrri hluti setningarinnar (Gakk þú fyrir mínu augliti) skírskotar til
vegferðarinnar, lífsstflsins, þess háttar siðar sem eflir lífshamingjuna.
Siðurinn, sem prédikaður er, er að lifa lífinu í ljósi dýpstu sanninda sem
10 Barúk-formúlan í sáttmálsrítúalinu er frjóangi í þessu samhengi, og sprettur af
honum orðanotkun um blessunina, sjá Scharbert, brk, í Theologisches Wörterbuch
zumAlten Testament 1.
11 Að vísu þýtt grandvar í þýðingunni frá 1908/12. En tamim merkir heill, algjör.
Algjörður er þýtt í Guðbrandsbiblíu og algjör í Viðeyjarbiblíunni, sem nær
merkingunni mun betur.
163
L