Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 124
Þórir Kr. Þórðarson
til dauða, þar til það fékk fullnaðarmekingu sína í lífi Hans sem lauk eigi
upp munni sínum þótt smánaður væri og hæddur og var mjúklátur þótt út
væri leiddur til dauða og gerðist meðalgöngumaður Guðs og manna, en
hlaut sigurlaunin og gerðist Frelsari heimsins, — Hans, sem í þessu kvæði
bendir á leið krossins, leið hins fómandi kærleika sem í upprisunni og
upphafningunni hlýtur þann kraft sem mun að lokum sigra heiminn.
Eftirmáli
Hvergi í Gamla testamentinu er að finna kafla sem er jafntorráðinn og
býður upp á jafnmörg og erfið vandamál í málfræði og orðmerkingarfræði
og Fjórða Ebed-Jahve ljóðið. „Þýðingin” sem hér fer á eftir er (einkum í
fyrstu hendingunum) fremur endursögn en þýðing, og um alla hluta hennar
gildir það, að hér er ekki á ferðinni tillaga að nýrri þýðingu þessa kvæðis,
heldur hefi ég leitast við að láta fram koma þá merkingu, sem ég tel réttasta
á sléttu máli, og hefi ég á nokkrum stöðum notað „við” í stað „vér” í
tilrauna skyni. Styðst ég mjög við North (1964)2 í málfræðilegum efnum,
enda hefur enginn unnið jafnsleitulaust að lausn hinna mörgu og illvígu
vafaefna kaflans og hann. Mörg vötn hafa runnið til sjávar síðan 1951, er
ég fékkst síðast við fjórða ljóðið, og hefi ég því endurskoðað margar fyrri
niðurstöður mínar. Einkum virðist Nyberg á köflum hafa verið full djarfur í
hugarflugi sínu.
Ég hefi leitast við að gera myndina af innviðum kvæðisins og hugsun
þess sem skýrasta og sett hana fram á dramatískan hátt, þ.e. sem mál
þriggja leikenda, er stíga fram á leiksviðið og mæla fram. Er það álit mitt
að hinn margslungni hugmyndavefnaður og flókin stflbrögð kvæðisins (auk
nærri óskiljanlegra setninga inni á milli) verði lesandanum ella fjötur um
fót.
Hin líðandi þjónn. Hermenevtísk túlkun
Margar myndir sameinast í mynd þjónsins. Hann er spámaðurinn, hann er
Jeremía, þjóðin, konungurinn, Messías. Þjáning og lífsreynsla úr öllum
þessum áttum sameinast í mynd einstaklings. Myndin er dulúðug, torræð.
2 Christopher R. North, The Second lsaiah. Introduction, Translation and Comm-
entary to Chapters XL-LV. Clarendon Press, Oxford 1964.
122