Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 149
Þórir Kr. Þórðarson
Glettni sem gríma raunveruleikans1
Jónasarbók Gamla testamentísins er frásögn með glettnisfullum brag, en að
baki kankvísrar frásagnargleðinnar býr djúp alvara. Frásögnin er borin uppi
af andstæðum, annars vegar grátbroslegum raunum Jónasar sem heldur sig
fast við reglur og lögmál, en hins vegar miskunn Guðs, sem tekur mann-
legum breyskleika með nokkurri kímni og lýtur ekki mannlegum lög-
málum. Höfundurinn beitir ýmsum brögðum til að sýna viðbrögð Jónasar
og til að sýna þverstæðu frelsisins og miskunnarinnar. í fyrri hluta bókar-
innar eru áberandi andstæðumar milli niðurstigningar og uppstigningar,
þess að sökkva niður í örvilnan, og hins að stíga upp til trúar og vonar. í
síðari hluta bókarinnar eru meginandstæðumar annars vegar milli litríks
konungsins í Níníve, sem er sýndur í trúðslegu ljósi, og einstrengingslegs
spámannsins sem boðar eld og brennistein, og hins vegar Guðs að gantast
við löghyggjumanninn Jónas til að koma miskunnsemi í hjarta hans. Mark-
mið Jónasarbókarinnar er að sýna fram á þverstæðu miskunnseminnar. Það
gerir höfundurinn hins vegar ekki með því að setja fram kennisetningar,
heldur með því að segja sögu.
Flótti Jónasar
Sagan hefst á viðburði sem er sama eðlis og þegar spámenn Guðs fengu
kall um að gegna þjónustu:
Orð Drottins kom til Jónasar, sonar Amittaj:
Leggðu af stað og farðu til Níníve, hinnar miklu borgar! Prédikaðu gegn henni, því
að illska hennar hefur stigið upp til mín!
Jónas leggur að sönnu af stað, eins og honum var boðið, en í þveröfuga átt.
í stað þess að halda, eins og Guð hafði boðið honum, í austur, til Níníve
við ána Tígris í Mesopótamíu, heldur hann í vestur, niður að Mið-
1 Grein þessi birtist upphaflega í tímaritinu Teningi, 7. hefti sumarið 1989, s. 28-31.
147