Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 19
Guðfræðin og guðfræðingurinn
félagsháttum, efnahagslegt réttlæti eða ranglæti, heilindi í stjómmálum eða óheil-
indi, samfélagsábyrgð eða ábyrgðarleysi, og svo mætti lengi telja.i
Áhrifa þessarar guðfræðitúlkunar dr. Þóris gætir langt út fyrir veggi há-
skólans, enda fær hann einatt mikla áheym er hann kveður sér hljóðs í
ræðu og riti.
Segja má að dr. Þórir hafi með fjölbreyttum störfum í samfélagsins
þágu vitnað um og „lifað” þá guðfræði sem verður raungild í menningar- og
þjóðfélagslegu samhengi. Þar er af mörgu að taka, en í máli þessu verður
aðeins vikið að einum en jafnframt ákaflega merkum þætti í starfsævi dr.
Þóris. Hann felst í því umfangsmikla starfi sem hann hefur unnið í þágu
samborgara sinna í Reykjavík, en jafnframt í þjóðarþágu, sér í lagi við
mótun nýrrar stefnu í félagslegri þjónustu hins opinbera og á sviði velferð-
armála aldraðra...
Dr. Þórir átti sæti í borgarstjóm Reykjavíkur tvö kjörtímabil, 1962-70,
og gegndi stöðu varaforseta borgarstjómar þann tíma. Sat í ýmsum nefnd-
um og ráðum borgarinnar, þ.á.m. fræðsluráði, bamavemdamefnd, félags-
málaráði og velferðamefnd aldraðra.
Á þessum vettvangi sem öðmm reyndist dr. Þórir tímamótamaður.
Hann var hugmyndafræðingurinn að baki þeirri róttæku endurskipulagn-
ingu á félagslegri þjónustu í Reykjavík, er leiddi til stofnunar félagsmála-
ráðs og Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Með þeirri nýskipan var
brotið blað í sögu velferðarmála hér á landi. Þá var dr. Þórir í forystu fyrir
miklu átaki til hagsbóta fyrir eldri borgara, sem lagður var gmnnur að með
tveim samþykktum borgarstjómar Reykjavíkur, árin 1963 og 1965. Þá var
mörkuð framtíðarstefna í velferðarmálum aldraðra, meðal annars með til-
lögum um íbúðir fyrir aldraða, vistheimili, hjúkmnarheimili, heimahjúkmn
og ýmsa aðra þjónustu ...
Engum getur dulist hversu feikna mikilvægu máli var veitt brautar-
gengi með þessu merka framtaki.
í góðra vina hópi lætur dr. Þórir stundum þau orð falla, þegar minnst er á
störf hans að málefnum borgarinnar, að þetta hafi verið „heiðna tímabilið" í
ævi hans. Það er nú öðm nær. Miklu frekar vitna þessi störf glöggt um þá
1 Úr greininni „Ný kirkjuleg guðfræði” sem er birt hér í ritinu. Sjá efnisyfirlit.
17