Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 191
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar komið á fót
stöðu hennar innan læknisfræðinnar, en innan félagsmálanna skipar slíkt
starf þann sess að vera til ráðuneytis og taka ákvarðanir um félagsleg
úrræði og aðgerðir gagnvart skjólstæðingum. í nokkrum borgum í Dan-
mörku, svo sem í Árósum og víðar, er félagsmálalæknir starfandi á félags-
málaskrifstofu. Svo er og í Noregi og Svíþjóð víða. Raunar hafa Svíar tekið
upp „socialmedicin” við eitt sjúkrahús á sérstakri deild í tilraunaskyni, en
það skal ekki rætt hér. Þar sem vandkvæði þau sem við er fengist eru oft í
senn félagslegs og geðræns eðlis í alls konar samsetningum er samstarf
félagsmálalæknis við félagsráðgjafa og sálfræðing mjög þýðingarmikil.
Mynda þeir einskonar starfshóp eða teymi.
Eftir er að ræða veigamesta þáttinn í 3., gr. rekstur bamaheimila, bama-
verndarstarf almennt og áfengisvamastarf. Áfengisvamamálin verða tekin
upp sérstaklega, eins og áður greinir, og um bamavemdarmál og rekstrar-
fyrirkomulag bamaheimila gegnir sama máli. Mörg jám em í eldinum eins
og stendur, enda vafalítið að hvörf eru framundan í þessum efnum.
Nefndarálit samstarfsnefndar um bamavemdarmál liggur fyrir, og snemma
á árinu hóf bamavemdamefnd að ræða gagngert nýja starfshætti...
Halda þarf áfram á þeirri braut, sem mörkuð hefur verið af barna-
vemdamefnd og ég gat um í inngangi þessa spjalls.
í 4. gr. ræðir um samstarf félagsmálaskrifstofu við ýmsa aðila um
aðgerðir og úrræði. Er þar getið lögreglu, fræðsluskrifstofu og stofnana
hennar, heilsuverndarstöðvar og tveggja deilda hennar auk geðdeildar
borgarsjúkrahúss. Samstarfsmálin hafa verið til umræðu í borgarstjóm og
því óþarfi að fjölyrða um þau hér. Til hægðarauka má skipta samstarfs-
málum í tvö þrep.
Fyrsta þrepið er það, þegar leitast er við að efla samstarf milli skyldra
en sjálfstæðra félagsmálastofnana, þegar ekki hefur enn farið fram
samræming undir eina stjóm. Síðara þrepið er samstarf þeirra félagsmála-
stofnana, sem samræmdar hafa verið og felldar undir eina stjóm í samstarfi
við aðrar skyldar stofnanir sem heyra ekki undir félagsmálaráð ...
Þessi leið er farin í sænsku og bresku félagsmálastarfi eftir því, sem
næst verður komist. í Svíþjóð er t.d. unnið enn að samræmingu á störfum
nefnda sem em sjálfstæðar.
í Gautaborg t.d. var samræmingu komið á þann 1. janúar 1967. Skeður
sú samræming samkvæmt heildarákvæði laga frá 28. október 1966 og hafa
189