Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 34
Páll Skúlason
og hversu ósjálfsagt það er að hebresk og kristin fræði skuli stunduð í
vestrænum fræðasetrum. Þórir yrði fyrstur manna til að viðurkenna að það
er furðuleg, söguleg uppákoma að hér skulu stunduð hebresk og kristin
fræði. Sennilega er heldur engum eins vel ljóst og honum sjálfum hvílík
fjarstæða er bundin boðun hinnar kristnu trúar.
Samt er afstaða hans ekki og hefur aldrei verið af sama toga og sú sem
ég kenndi við Lúther og Kierkegaard. Er þá afstaða hans af sama meiði og
sú sem fyrst var lýst og heilagur Tómas var sagður gefa fordæmi fyrir?
Ekki heldur, þó að stöku sinnum finnist mér grunnt á tómískri hugsun í
máli Þóris. Sannleikurinn er sá að Þórir hefur mótað sína eigin afstöðu sem
er öllu ólík og verður ekki dregin í dilk einfalds flokkunarkerfis af því tagi
sem hér var fram sett. Hvemig verður henni lýst?
Hér hlýt ég að gera sjálfsagðan fyrirvara. Hinu einstaka verður aldrei
fyllilega lýst með almennum orðum. En þó lýsingin hljóti að missa marks
að þessu leyti eða hinu, breytir það engu um nauðsyn þess að lýsa hinu
einstaka, reyna að skoða það og skilja eins og kostur er. Og í mikilvægum
efnum, þar sem lífsafstaða okkar mótast, skiptir höfuðmáli að ígmnda
vandlega hið einstaka fordæmi sem okkur er gefið.
í stutti máli sagt virðist mér afstaða Þóris einkennast af því að hann
lætur ekki kostina þrjá, sem ég hef áður lýst, ráða yfir hugsun sinni, heldur
hefur sig yfir þá. Ekki með því að vísa þeim á bug sem fræðilega ótækum,
heldur sem andlega ófullnægjandi hverjum fyrir sig. Þessi frávísun er samt
ekki borin fram á skipulegan, fræðilegan hátt í ritgerðum Þóris, enda snýst
málið ekki um að sanna fræðilega vankanta umræddra kosta. Málið snýst
um að finna þá leið sem getur satt hungur okkar eftir viti og merkingu
þegar við tökum á móti hinum tveimur andlegu hefðum, hleypum þeim inn
í hugarheim okkar og komumst ekki hjá að reyna að sætta þær. Annars
vegar er krafan um að lúta í einu og öllu lögmáli hinnar frjálsu, gagnrýnu
skynsemi, láta ekkert utanaðkomandi afl stýra starfi hugans. Á hinn bóginn
er boð Guðs um að ganga til móts við hann, fylgja honum, fóma öllu svo
að vilji hans megi verða. Hvemig má sætta þessar ósamhljóma raddir sem
til okkar tala og gera hvor um sig skilyrðislaust tilkall til okkar?
Ef enginn þessara kosta — trúarleg skynsemishyggja, trúarleg rök-
leysishyggja og andtrúarleg efahyggja — er talinn fullnægjandi, hvar
stöndum við? Við stöndum, ef ég hef rétt fyrir mér, við fótskör þess sem
hefur hafið sig yfir þörfina fyrir að lúta einni fræðilegri lausn, hvort heldur
32