Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 80
Þórir Kr. Þórðarson
Lærisveinar spámannanna skrifuðu upp eftir meisturum sínum ræður
þær er þeir fluttu, söfnuðu þeim í bálka, bættu við nýjum opinberunum og
skutu inn skýringargreinum þar sem þurfa þótti. Loks urðu þessi söfn að
spámannabókunum eins og við þekkjum þær í Biblxu okkar. Og lærisveinar
Jesú færðu í letur það sem hann sagði. Þannig urðu til sögurit, grundvölluð
á kenningu spámanna, og spámannarit sem uppskriftir, einnig guðspjöll.
Þessi rit þarf (a) að rannsaka sögulega og málfræðilega, síðan (b) túlka þau
og loks (c) þýða þau á þjóðtungur heims.
Ritningamar eru skrifleg mótun vitnisburðarins af hálfu safnaðarins,
„kirkju“ Hebreanna og fomkirkjunnar. Yitnisburðurinn hefur því fengið
bókmenntalegt form. Og allar bókmenntir em rannsakaðar á sama veg,
hvort heldur þær em trúarlegar eða „veraldlegar“. Bækur Biblíunnar em
„veraldlegar“ á sérstæðan hátt.
Hið fagurfræðilega viðhorf
Orðin í Biblíunni birtast okkur í ritverkum, og til þess að ljúka þeim upp
þurfum við að rannsaka þau sem ritverk. Tjáningarmáti þeirra er listrænn.
Spámennimir töluðu flestir í ljóðum, og ljóðrænir textar skipa veglegan
sess, svo sem sálmar Psaltarans, Orðskviðimir, Jobsbók. Guðspjöllin nota
einnig listrænt form, t.d. dæmisöguna. Vegna þessa þurfum við að kanna
ritverkin sem listaverk.
Eins og áður sagði, skrifuðu spámenn og postular það sem þeir sáu,
heyrðu og upplifðu. Það er opinbemnin. En uppskriftin, Biblían, er ekki
opinbemnin. Það er einmitt þetta, hið mannlega við Biblíuna, sem gerir
hana svo heillandi. Fólk finnur að hún á erindi við sig. Hún talar á mennsku
máli.
í Biblíunni sjáum við líf fólks, líf safnaðarins. Það líf er líf andans,
trúarlegt og veraldlegt líf í senn. Þetta líf safnaðarins, bæði hins foma
hebreska safnaðar, hins gyðinglega safnaðar og hins fmmkristna safnaðar,
var einnig fólgið í því að skrifa upp, varðveita og túlka þann vitnisburð um
opinbemn Guðs sem söfnuðurinn hafði undir höndum. Inntak biblíuritanna
er líf þessa fólks. (Þetta tengist því sem ég áður sagði um hina félagslegu
ritskýringu).
Þannig verður líf Biblíunnar aðeins endurvakið í lífi fólks, lífi
almennings og þess fólks sem nefnist kirkja á okkar dögum. „Kirkjuleg
78