Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 224
Þórir Kr. Þórðarson
það átak sem gert var undir hans stjóm og vemdarvæng í félagslegri
þjónustu með nýskipan nefndamála, stofnun Félagsmálastofnunar Reykja-
víkurborgar og þeirri nýlundu að allt skyldi unnið á faglegum gmndvelli
félagsráðgjafar, læknisfræði, sálfræði og annarra stoðgreina. Geir var það
auðvitað ljóst að hér var horfið frá því að stunda félagslega þjónustu í
nokkmm tengslum við pólitíska hagsmuni, þegar vikið var yfir til faglegra
sjónarmiða þar sem fólk var ráðið án tillits til afstöðu þess til stjómmála.
Mér var mest í mun sem guðfræðingi að hér væri gerð tilraun til þess að
framkvæma þá þjóðfélagssýn sem einkennir kristnina, að menn séu
meðábyrgir um hag náunga síns, og að endurhæfing skyldi vera kjörorðið
varðandi þær fjölskyldur og þá einstaklinga sem lent hefðu út af sporinu.
Þetta var einnig hugarsýn Geirs Hallgrímssonar, og hann stóð heilhjartaður
að baki þessu uppbyggingarstarfi. Þótt hugsjónin hafi aðeins ræst í tak-
mörkuðum mæli, er við hvomgan okkar að sakast í því efni. Við vomm
báðir jafnfastir fyrir um það að þjóðfélagið skyldi byggja á framtaki fijálsra
fyrirtækja, stofnana og einstaklinga en vildum leggja áherslu á samfélags-
lega ábyrgð, sem er önnur tveggja máttarstoða kristinnar lífsskoðunar. Hin
er frelsið og kærleikurinn.
„Vinnutími ævin er,“ segir einnig í sálminum. Geir ætlaði sér aldrei af.
Hann var ótrauður við að rannsaka hvert mál ofan í kjölinn. Það kom mér
því ekki á óvart síðastliðinn vetur þegar hann ótilkvaddur tók til máls
opinberlega (sem er mjög óvanalegt um bankastjórana í Seðlabankanum)
og varaði við því hvert stefndi um fjárhag Landsbanka íslands vegna fyrir-
hugaðra breytinga. Á slíkum tímum, þegar margt stórfyrirtækið rambar á
gjaldþrotsbarmi vegna skorts á skynsömun í fjármálum, var það ekki ónýtt
íslensku þjóðinni að eiga jafn gjörhugulan, varfærinn og traustan mann í
Seðlabankanum og Geir Hallgrímsson var.
„Reynslutími ævin er.” Þau orð sönnuðust á Geir Hallgrímssyni. Öllum
að óvörum varð hann á besta aldri fómarlamb eyðileggjandi fruma manns-
líkamans. Barátta hans var eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur háð
af takmarkalausri viljafestu og einbeitni. Það kostaði mikið átak að fara til
áríðandi fundar í New York á vegum Seðlabankans sl. sumar, en þá för fór
hann engu að síður, þótt ekki hefði hann getað það óstuddur. Ema Finns-
dóttir, eiginkona hans, var honum sá styrkur sem orð fá ekki lýst sökum
sálarstyrks hennar og einstæðra persónukosta.
222