Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 17
Guðfræðin og guðfræðingurinn
Guðfræðihugsun dr. Þóris er sterkt mótuð af þeim ómælisvíddum sem
hér opnast, hugsun sem er þanin út til hins hæsta sem hins lægsta og
smæsta, í túlkun og lotningu fyrir guðdóminum sem frábiður sig þrengri
skilgreiningu á eigin verund en þeirri sem hann sjálfur orðar svo: „Ég er
sá, sem ég er” (2M 3.14).
En það erindi á Guð við manninn að skapa hann í sinni mynd, elska
hann og frelsa. Um það vitna hans eigin orð fyrir hvað eitt hann vill þekkt-
ur verða:
,JÉg er Guð föður þíns, Guð Abrahams, Guð fsaks og Guð Jakobs ...
Ég hefi sannlega séð ánauð þjóðar minnar... Ég er ofan farinn til að frelsa hana...
Ég er Drottinn, Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú
skait ekki hafa aðra guði en mig.” (2M 3.6-8; 5M 5.6).
„Hann skaltu láta heita Jesú, því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra.”
(Mt 1:21).
Með þeim orðum öðlast fyrirheit hins gamla sáttmála uppfyllingu í hinum
nýja.
Samfellan í guðfræðihugsun dr. Þóris er sáttmáli Guðs við gjörvalla
sköpun sína, um líf og gnægtir, réttlæti og frið, — um landið, sem er gott
og víðlent, sem flýtur í mjólk og hunangi; sáttmáli staðfestur af Guði til
fullra heilla þeim er varðveita lög hans og skipanir.
„Um hvað er guðfræði?” Magdalena Schram lagði þá spumingu fyrir
dr. Þóri í blaðaviðtali, sem birt er í þessu riti. Svarið má heita dæmigert um
það víðemi sem hraðfleyg hugsun hans spennir yfir þegar guðfræði ber á
góma: — „Um lífið, lífsgildin, tilgang Kfsins og guðdómsins, um samband
fólks hvert við annað, um ástina og hatrið, dauðann og lífið, einsemdina og
samsemdina ... Tungumál trúarinnar í ritningunni er ljóðið, sannleikurinn
er ekki sagður í formúlum ...”
„Það er ekki hægt að fanga fugl á flugi á mynd,” svaraði Karl Barth, sá
mikli guðfræðingur, þegar hann var spurður: „Um hvað er guðfræði?”
Þegar dr. Þórir hóf störf sem dósent við guðfræðideildina hafði hann að
baki óvenju glæsilegan námsferil. Hann lauk embættisprófi í guðfræði frá
Háskóla íslands árið 1951, en þá hafði hann stundað fjögurra ára nám í
guðfræði, grísku og semitískum málum við háskólana í Uppsölum, Árósum
15