Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 115
í leit að lífsstíl
hæfingin", samhljóman alls lífs, eins og að ofan var rætt. Þessi þáttur lífs-
stflsins tengist sérstaklega Spekiritunum og spekistefnunni. Segja mætti að
maðurinn sem dýrategund stundi samkeppni en sem menningarvera temji
hann sér hófsemd.
Heilbrigði og starfshæfni
Hina síðustu áratugi verður vart nýs lífsstfls hvað snertir heilbrigða lífs-
háttu. Það væri sennilega óhugsandi fyrirbæri nú að forystumenn stúdenta
legðust gegn almennum íþróttaiðkunum háskólastúdenta, eins og eitt sinn
gerðist í Háskólanum og varð af mikill hvellur. En sú var afstaðan til
íþrótta meðal stúdenta upp úr síðari heimsstyrjöldinni, að mörgum þótti
íþróttir og adademískt líf vera ósættanlegar andstæður.
Nú er það álitið stöðutákn að stunda badminton, lyftingar eða „trimm“.
Að nota tóbak er ekki lengur merki um framsækni, gáfur og dugnað, eins
og áður var, heldur gerist það æ algengara að ungt fólk í samkeppnis-
greinum reyki ekki. Þess verður meira að segja vart að það þyki stöðutákn
að hafa hætt reykingum eða að hafa aldrei reykt. — Áherslan á gildi
líkamlegrar heilbrigði í guðfræðinni hvflir traustum fótum í jákvæði
sköpunarguðfræðinnar við hinu skapaða, menningunni og farsæld alls lífs.
En þessa þáttar hefur ekki gætt enn í prédikun.
Lokaorð
Hér hefur verið tæpt á nokkrum þáttum er varða lífsstfl meðal ungs fólks,
er verða mætti að gagni til tengingar við siðfræði Biblíunnar, og þá fyrst og
fremst Gamla testamentisins. Forvitnilegt væri að rannsaka þessa þætti
nánar og bæta öðrum við.8 Framhaldið væri í því fólgið að því að kanna
hvort og með hverjum hætti Biblían, Gamla og Nýja testamentið, hefur
hlutverki að gegna í mótun lífsstfls.9
8 Löngu eftir að þetta var skrifað komu út hinar merku bækur Páls Skúlasonar,
Siðfrœði. Um erfiðleika í siðferði og forsendur ákvarðana. Reykjavík: Rannsókna-
stofnun í siðfræði, 1990, og Sjö fyrirlestrar, Reykjavík: Háskólaútgáfan og Rann-
sóknastofnun í siðfræði, 1991.
9 Athugasemd ritstjóra. Ákveðið var að birta ekki ófullbúið framhald þessarar
greinar hér, enda getur það sem hér er birt ágætlega staðið sem sjálfstæð grein.
113