Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 196
Þórir Kr. Þórðarson
að síður mest fyrir kennslunni einni saman. Aðstæður leyfðu ekki annað í
hinum þröngu húsakynnum á fyrstu hæð Alþingishússins, og bækur voru
að mestu takmarkaðar við bókakost gömlu embættismannskólanna (Há-
skólabókasafn var ekki stofnað fyrr en eftir að flutt hafði verið í nýju bygg-
inguna 1940). Samt má ætla, að snemma á fyrstu árunum hafi á þessu verið
tvær undantekningar. Við „norrænudeildina”, eins og hún var síðar nefnd í
daglegu tali, blómguðust snemma rannsóknir, enda var á því sviði snemma
um nokkum bókakost að ræða, og svo var þegar árið 1917 stofnuð rann-
sóknarstofa í sýkla- og meinafræði (sem flutti árið 1934 í nýbyggt hús sitt á
Landspítalalóð, þar sem hún er enn til húsa).
Þjóðin lagði hinum nýstofnaða háskóla sínum til allríflegt fé í upphafi,
þegar tillit er tekið til fámennis þjóðarinnar, sem þá mun hafa verið nálægt
85.000 sálir. (Kennarar voru ellefu og nemendur 4). Kennurum voru ætluð
rífleg laun miðað við kaupgjald í landinu almennt. — En allt átti þetta eftir
að rýrna á dýrtíðarárum fyrri heimsstyrjaldar og á kreppuárunum, og
launakjörin sömuleiðis. En þegar á allt er litið, verður ekki annað sagt en
að Háskólinn hafi verið allvel í stakk búinn til að sinna ætlunarverki sínu:
að mennta embættismenn rfldsins og kennara í íslenskum fræðum fyrir
framhaldsskólana.
II
Það hlýtur að sæta nokkurri furðu, að næsta skeið í sögu Háskólans, sem
var mikið vaxtarskeið, skyldi einmitt vera kreppuárin fyrir síðari heims-
styrjöld. A þessu tímabili varð að vísu nokkur aukning á rannsóknum og
rannsóknaraðstöðu, en aðallega einkenndist þetta tímaskeið af aukinni fjöl-
breytni í kennslu. Lykillinn að þeim fjörkipp, sem öll starfsemi Háskólans
tók, var stofnun Happdrættis Háskóla íslands og sú hraðskreiða bygginga-
starfsemi, sem þá hófst þrátt fyrir erfiðleika kreppuáranna. Margir menn
komu hér við sögu, og skulu engin nöfn nefnd, enda kunn af fyrri skrifum,
en nú má segja, að bylting verði um allar ytri aðstæður.
Ýmsar áætlanir höfðu verið uppi um byggingahverfi Háskólans, m.a. á
Skólavörðuholti. En þeim málum verður öllum gerð skil í myndarlegri
byggingarsögu Háskólans fram til 1940, sem brátt kemur út eftir dr. Pál
194