Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 213
Prófessor dr. phil. et jur. Alexander Jóhannesson - Aldarafmæli
ungum bömum og mátti berjast áfram ein síns liðs af litlum sem engum
efnum og koma þeim öllum til manns og góðra mennta. Hefur hinn ungi
sveinn mótast mest af móður sinni. Hún andaðist 1918.
Margrét Guðmundsdóttir kom bömum sínum til mennta, og hóf
Alexander nám við Latínuskólann og lauk þaðan stúdentsprófi utanskóla
18 ára gamall árið 1907.
Hugur hins unga stúdents stóð til náms í þýsku, ensku og frönsku við
Kaupmannahafnarháskóla til þess að geta orðið menntaskólakennari.
Móður hans fýsti þess að hann legði stund á hverja þá námsgrein sem
hugur hans stóð til, en það stóð í gegn að hann hafði fengið snert af berkla-
veiki, og lagði landlæknir, Guðmundur Bjömsson, blátt bann við að hann
færi til náms í Kaupmannahöfn að svo stöddu. Fór hann því til Vestmanna-
eyja, til móðursystur sinnar (móður Óskars Bjamasen sem síðar varð fyrsti
umsjónarmaður Háskólans), lá þar í tjaldi, drakk ókjör af mjólk og fitnaði
um 16 pund. Var hann því allbrattur, að eigin sögn,8 er hann fór um borð í
Iióla og sigldi til Kaupmannahafnar. Er til Hafnar kom, var hann lagður
inn á berklahæli. En sjúkdómurinn virtist ekki á háu stigi, og fékk hann að
halda áfram námi með aðgát.
Við Kaupmannahafnarháskóla störfuðu hinir fræknustu málfræðingar á
sviði samanburðarmálfræðinnar og heilluðu þeir hinn unga, tápmikla náms-
mann. Lagði hann stund á öll germönsku málin og indógermanska
samanburðarmálfræði,9 og lauk námi árið 1913 og hélt til Þýskalands.
Gáfur hans vom of íjölþættar til þess að honum nægði að bindast einni
fræðigrein til fulls. Lagði hann því stund á almenna bókmenntafræði. Hann
var þar í tvö ár við doktorsnám í Leipzig og Halle. í Halle lauk hann
doktorsprófi. Ritgerð hans fjallaði um bókmenntir og hét Die Wunder in
Schillers Jungfrau von Orleans. Hann hélt nú heim til íslands og gerðist,
eins og áður sagði, einkakennari við hinn unga Háskóla og hóf þau störf og
rannsóknir sem ég hef þegar lýst.
8 Alexander Jóhannesson, „Um rannsóknir mínar í málfræði." Skímir CXXXVIII
(1964), bls. 156.
9 í Andvaragrein próf. Halldórs Halldórssonar er að finna glöggar upplýsingar um
stöðu samanburðarmálfræðinnar um þetta leyti.
211