Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 167
Lífshamingjan
Hið sama gerist við hverja tilraun vísindamanns á tilraunastofu:
Veruleikinn fær nýja mynd við hverja tilraun, allt eftir því hvemig hún er
upp byggð og hvað það er sem verið er að leita að. Á sama veg breytir
heimurinn um tilgang og eðli við það eitt að hann er játaður að vera
skapaður af Guði. Og líf einstaklingsins fær nýtt gildi þegar það er skoðað
frá sjónarhomi sköpunarinnar.
Ég mun ekki tefja tímann með því að ræða sköpunartexta Biblíunnar.
Þeir em margir, og flestir í Saltaranum, en sköpunarsagan í 1. kapítula
Biblíunnar kemur fyrst í huga flestra. Sú saga er ekki náttúruvísindi. Hún
er skyldari ljóði sem tjáir djúpa merkingu. Merking lífsins sem þar er tjáð
er sú að lífið hafi þann tilgang einan að dafna. Segja mætti, í ljósi efnis
okkar, að takmark lífsins skv. sköpunarsögunni sé döngunin, hamingjan.
En dokum aðeins við. í sköpunarsögunni er bmgðið upp mynd af líf-
ríkinu, plöntum, dýmm, fuglum, sjó og landi, og meira að segja skor-
dýmnum er ekki gleymt, en í miðju þessa alls er Maðurinn, þ.e.: karl og
kona án aðgreiningar. Og maðurinn er sagður skapaður í ímynd Guðs. Á
hann þá að vera Guði líkur? Guðlegur? Eða er með þessu orðtaki, að
maðurinn sé skapaður í Guðs mynd, átt við eitthvað annað? Líklegast er átt
við samband hins mannlega og hins guðlega. Og samkvæmt lokagerð
sögunnar er það guðsdýrkunin í niðurlagi hennar sem gefur tóninn, ljær
sköpunarverkinu blæ sinn og merkingu sína. Hún er þessi: Eining allra
skapaðra lífvera, manns og dýra, er aðeins möguleg í samfélagi þeirra hvert
við annað og við Guð. Þegar kaflinn um „manninn í Guðs mynd“ er
skoðaður í þessu ljósi, sést hver boðskapur hans er: „Maðurinn, kona og
karl, hafa hlutverki að gegna, sem er; að framfylgja ætlun Guðs, að sjá til
þess að tilgangur náttúmnnar sé ekki heftur, heldur nái vel fram að ganga,
en hann er að dafna, dangast, blómgast, braggast, þrífast vel.”12
Hamingja íþjáningu?
Sagt hefur verið að það sem orðtáknið „Guð“ merki í Gamla testamentinu
sé eiginlega „Lífið.“ Að orðið „líf‘ sé hinn eiginlegi kjami guðshug-
myndarinnar. Að lífið dafni er því meginmarkmið í kristnum fræðum.
12 Úr óbirtri ritgerð minni; vitnað til hennar í: Gunnlaugur A. Jónsson, The Image of
God: Genesis 1.26-28 in a Century of Old Testament Research, Lund: Almquist &
Wiksell Intemational, 1988 (doktorsritgerð), bls. 182. Hin merka bók dr. Gunn-
laugs varpar nýju ljósi á tengsl sköpunarsögunnar við vandamál sem eru ofarlega á
baugi í þeim greinum guðfræðinnar sem fást við kristna mannfræði.
165