Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 133
Akedah: Freisting Abrahams
Hins vegar notaði ég ekki sömu sögnina í yfirskriftinni af augljósum stíl-
ástæðum. Þar stendur: Guð reynir Abraham.
Áður en lengra er haldið, vil ég geta ástæðunnar fyrir breytingunni. Þar
næst mun ég ræða málið nánar.
Á umræddum stað fannst mér (og finnst enn) að sögnin „að reyna“ gæti
ekki staðið óbreytt þar sem hún merkir að prófa, rannsaka, kanna, láta
reyna á þolrifin o.s.frv. og er of veikt orðalag fyrir þá áhrifamiklu og
óhugnanlegu atburði sem gerast í þessum kapítula. Þar sem mér þótti sögn-
in „að reyna“ ekki heppilegt orðalag (þótt að vísu sé þýtt á svipaðan hátt í
mörgum nútímaþýðingum) fór ég þá leið að taka upp aftur orðalag Guð-
brandsbiblíu, en í henni segir á þessum stað:
Eftir þessa atburði freistaði Guð Abrahams og sagði til hans ...
Þetta er vitaskuld orðrétt þýðing á þýðingu Lúthers á þessu versi:
Nach diesen Geschichten versuchte [freistaði] Gott Abraham und sprach zu ihm...
Okkur þykir Lúther nægilega góður þýðandi, enda var hann mikill málsnill-
ingur og mótaði þýskt ritmál, og Guðbrandsbiblíu teljum við vera góða ís-
lensku. En í Jakobsbréfi (1.13) segir, að Guð freisti einskis manns:
Enginn má segja, er hann verður fyrir freistingu: „Guð freistar mín.“ Guð getur eigi
orðið fyrir freistingu af hinu illa, enda freistar hann sjálfur einskis manns.
Ætla mætti að orðalag Jakobsbréfs skæri úr um það hvernig þýða beri
sögnina í 22. kap. 1. Mósebókar. Samt væri slík mótbára fráleit. Enginn
getur tekið að sér að endurrita Biblíuna, þótt í fljótu bragði gæti virst sem
þessir tveir ritningarstaðir séu í ósamræmi hvor við annan.
Hér, í 1. Mósebók, er vitaskuld á ferðinni sama sögnin og í Jakobsbréfi
önnur á hebresku, hin á grísku. Og sést það best á því að í Biblíu frum-
kirkjunnar, fomgrísku Biblíunni („Sjötíumannaþýðingunni”, skammstöfuð:
LXX), stendur sama sögnin bæði í 1. Mósebók 22 og Jakobsbréfi 1 (epeir-
azen í 1M og peirazei í Jk). Ef okkur fyndist vera mótsögn milli þessara
tveggja ritningarstaða, væri það vafasöm afstaða til ritningarinnar að breyta
öðmm til þess að hann standist á við hinn. Enda má minna á orðalag Faðir-
vorsins: Eigi leið þú oss í freistni.
131