Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 181
„Djöfullinn kann Biblíuna líka utanað”
Tillich voru allir sósíalistar í vissum skilningi. Niebuhr hefur skýrgreint
stjómmálin frá þessu sjónarhomi, er menn flækjast í valdakerfi sem verður
illt án þess að nokkur fái rönd við reist. Við sjáum þetta í smásjárgerð hjá
okkur: „kerfið” er ópersónulegt og heldur áfram að kaupa togara þótt þeirra
sé ekki þörf.
Ég held að það sé raunsætt að segja að „þróunin” leiði til átaka, nema
jafnvægið haldist. Það er eina friðarvonin. Vonin, hún innifelur raunvem-
leika Guðs, að trúa er að vona. Þegar ég hætti að vona er ég orðinn heiðinn.
Kirkjan hlýtur að svara þessu kalli, að vera boðberi kærleika og vonar, —
og sáttargjörðarinnar. Sjáðu vonina í lífi Móður Theresu. Það skilur enginn
sem ekki hefur komið til Indlands hvað þetta er óskaplega vonlaust starf,
sem hún er að vinna, hundruðir þúsunda liggja á gangstéttum og víðavangi,
saumgir, sjúkir . . . en hún heldur áfram. Af því að hún hefur von, þessa
einlægu trú á sigur hins góða. Það er það eina sem við getum gert, að
styrkja vonina.”
„Fólk talar allt öðmvísi við presta en aðra”, segir Þórir einhvem tímann
undir lok samtalsins „og guðfræðinga”. Ég samsinni því — hvers vegna
annars skyldi ég spyrja dauðlegan mann hvort veröldin muni tortímast? Og
verða glöð þegar hann segir nei og brosir við? „Mannkyninu verður ekki
útrýmt, það rís aftur upp við dogg”. Hvenær? „Kannski eftir milljón ár”.
Milljón ár!! Hvað gagnar það mér og bömunum mínum?
Hvað hefur páfínn margar herdeildir?
„Sigur mannsandans blasir við. Maðurinn stendur á hátindi frægðar sinnar.
Hann hefur klifið þennan tind síðustu 10.000 árin og er nú kominn upp á
hæstu fjallsbrúnina. Þar blasir við honum mesta vísindaundrið, stærsti
tæknisigurinn: Vetnissprengjan. En ef mönnum líst ekki á gripinn og
mannsandann, tjóar ekki að spyrja vísindamennina. Þeir geta aðeins útskýrt
fyrir okkur gerð sprengjunnar. Mannkynið þarf að leita annarra leiða.
Vinna af kappi að því að finna nýja leið. En við verðum einhvem tímann
að læra af reynslunni. Mannsandinn leiðir ekki úr ógöngunum sem hann
hefur sjálfur flækt okkur í. Er ekki til einhver dýpri sannleikur? er þá spurt.
Ekki get ég svarað því, ekki guðfræðin, enginn maður. Sannleikurinn og
vitið, kærleikurinn og sköpunarmátturinn verður sjálfur að opinberast. Allt
þetta sem við felum undir orðtákninu „Guð”, sem við skiljum ekki einu
sinni. Þá kviknar vonin, ef menn rækja bænina. Bænin er lykillinn. Og starf
bænarinnar er virkt starf úti í heiminum.
179