Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 101
Um málfar Ritninganna
merkir sögu af goðum, guðum: En hér er orðið notað í víðtækari merkingu,
eins og að framan greinir. Mýta eða „myþos,” hið ljóðræna, táknræna, það
sem ekki er sagt beinum orðum heldur tjáð með listrænu verki. Fyrir
nokkrum árum skrifaði Ámi Bergmann, þá ritstjóri Þjóðviljans, grein um
bamabók sem fjallaði um Nýja testamentið og sérstaklega um ferðir Páls
postula, m.a. um hafnarborgir Litlu-Asíu. Bókin var myndskreytt lituðum
ljósmyndum frá ýmsum borgum sem við sögu komu, m.a. hafnarborgum,
og sýndu mótorbáta og önnur nútímafarartæki. Af þessu tilefni sagði Ámi
eitthvað á þá leið, að af þessum sökum vantaði mýtuna í bókina.
Orðalagið sýnir vel við hvað er átt þegar orðin „myþos” og „mýta” em
notuð. Ljósmyndimar af nútímalífinu á hinum fomu slóðum vom „raun-
sæjar” og tæknilega nútímalegar, en þær skorti hið Ijóðræna sem eitt getur
tjáð hið yfimáttúrulega. Þama er því orðið „mýta” notað um þann tjáningar-
máta sem einn er fær um að gefa til kynna það í Nýja testamentinu sem er
ekki af þessum heimi.
Heimsfræði
Goðsögnin (á ensku: Mythology) er tjáningarform trúarbragða fomþjóða
fyrir botni Miðjarðarhafs. Heimsskoðun og hugsun þessara þjóða kemur
skýrt fram í sköpunarsögum þeirra7. í þeim er „náttúran,” sem við nefnum
svo, goðmögnuð. Fmmhafið er skessa eða dreki, Tiamat hjá Babýloníu-
mönnum er hið salta haf, en einnig eins konar fmmmóðir sem fæðir af sér
slíka mergð af skrímslum og guðum að veröld guðanna er hætta búin.
(Hliðstæða: tehom, djúpið í 1. Mósebók 1.2 (sköpunarsögunni). Hana drep-
ur guðinn Mardúk og skapar úr líkama hennar heiminn. Sól og tungl em
guðir (Sjamas og Sín). Hringrás náttúmnnar er fmmtilvera alls, og maður-
inn tekur þátt í þessari hringrás af röklegri og trúarlegri nauðsyn í senn. Sú
vitneskja að guðdómurinn væri íbúandi (immanent) í náttúmnni og í hring-
rás hennar var uppspretta tilfinninga og athafna, og gildismats fmmþjóða,
og samkvæmt þeim skilningi var þjóðfélagið nátengt náttúmnni. Það skyldi
fylgja hrynjandi hennar. Velferð þjóðfélagsins var undir þátttökunni í lífi
náttúmnnar komin, því að hún var birtingarform guðdómsins og eilífra lög-
mála alls lífs.
7 Frankfort, Henri (ed.), The Intellectual Adventure of Ancient Man, Chicago:
University of Chicago Press, 1946 bls. 363nn.
99