Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 104
Þórir Kr. Þórðarson
Ég bý líka lengst og best að þeirri mótun sem ég þáði í fyrstu bemsku minni, hjá
afa og ömmu, meðal annars húslestrarnir, sem vom á hverju vetrarkvöldi og auk
þess á sunnudögum og öðrum helgum dögum. Hugblærinn sem hvfldi yfir þessum
stundum er feikilega sterkur í minningunni og sterk reynsla ... Þessi vistarvera í
baðstofunni komst í eitthvert samband við heim sem var bjartari og betri en hið
daglega líf. Fyrir þetta lúna fólk, sem var hálfdrepið af erfíði, var sunnudagshelgin
ekki lítils virði. Og þarna, eins og annars staðar, lyktaði öllum dögum með þessari
kyrrlátu stund í vökulok. Þá var lesin hugvekja og kannski sunginn sálmur, og það
ríkti þessi djúpa algjöra þögn. Það er óaf[máan]lega greipt í minninguna hvemig
lúin andlitin mýktust og færðist yfir þau einhver annarlegur blær, friðar og
öryggis. . . [Þetta] fylgir manni alla tíð, . . . lifir og vakir í undirvitundinni.
Undirvitundin er nýtt hugtak í vísindalegri sálfræði, en gamla fólkið vissi töluvert
um tilvem undirvitundarinnar.
Sveitasamfélagið, sem þessi áhrifamikla mynd lýsir, er liðið undir lok.
Innviðir (strúktúr) undirvitundarinnar sem mótaði siðgæðigrunninn eru nú
sem sviðnir raftar gamallar baðstofu sem brunnið hefur til grunna.
Sú bylting sem orðið hefur í þessum efnum er hin örlagaríkasta sem við
þekkjum: Hin háttbundna hrynjandi lífsins hefur raskast. Og þegar mann-
kynið á stórum pörtum jarðarkringlunnar er búið að týna þessari hrynjandi,
fara menn að spyrja: Hver var hún? Við svörum með því að segja að líf
manna hafi fylgt tilteknum lífsstíl. Einnig mætti kalla lífsstílinn atferlis-
mynstur. Það leiðir til sömu niðurstöðu.
Að leita að Iífsstfl
Það er nýjung í sögu kynstofnsins að þurfa að leita að lífsstfl. Andarunginn
á Tjörninni lærir af mömmu sinni öll viðbrögð og hvemig hann á að
bregðast við í vatninu. En hrynjandi viðbragðanna, „lífsstfllinn“ sem hann
temur sérs er að öðm leyti fastbundinn, prógrammeraður í erfðavísunum,
genunum. Um sumt er atferli mannsins einnig bundið erfðum. En að öðm
leyti er honum á annan veg farið.
Hrynjandi þjóðfélagslífsins hefur raskast í byltingu samtímans. Þess
vegna er sú óvænta staða upp komin, að ungt fólk þarf að líta yfir alla
mögulega lífsstfla eins og marglit leikföng í krambúðarhyllu og velja sér
lífsstfl.
Siðurinn
Sú var tíð á íslandi að allt líf manna var háttvíst. Sveitasamfélagið var
lífræn heild. Sauðkindin, ullin, slægjumar, fólkið, — allt var þetta ein
102