Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 199
Frá embættismannaskóla til vísindaseturs
Eins og sjá má af þessu yfirliti, einkennist þetta þriðja tímabil í sögu
Háskólans enn af hinu sama sem var frá upphafi í gömlu embættismanna-
skólunum og Háskólanum, sem upp úr þeim var stofnaður: Áherslan lá á
kennslunni. Langmestur hluti útþenslu Háskólans var á kennslusviðinu, og
vöxtur var ekki enn kominn í rannsóknastarfsemina, þegar til heildarinnar
er litið, þótt vitaskuld sé um undantekningar að ræða. En á þessu átti eftir
að verða breyting.
IV
Sjöundi áratugurinn markar hér tímamót. Segja mætti, að þá hefjist sú sókn
til aukinna rannsókna, sem sett hefur mark sitt á starf Háskólans síðasta
aldarfjórðunginn. En upphafsins er að vísu að leita fyrr. Eins og áður sagði,
var Atvinnudeild Háskólans stofnuð árið 1936. í lögunum er hún nefnd
„deild”, og mun hugsunin hafa verið sú, að með tímanum bættist hún Há-
skólanum sem ný deild, er bæði stundaði kennslu og rannsóknir. Þótt hún
yrði aldrei annað í reynd en rannsóknastofnun atvinnuveganna, gerðu lögin
ráð fyrir því, að atvinndeildin tæki sæti við hlið annarra deilda. Þannig
kváðu lögin svo á, að forstöðumenn atvinnudeildarinnar skyldu sitja í há-
skólaráði. Hvemig sem á því hefur staðið, hlutu þeir aldrei sess þar, og var
lögunum því ekki framfylgt. Og er sett vom háskólalög að nýju árið 1957,
var ákvæðið um setu í háskólaráði afnumið. (Mætti því með nokkmm
sanni segja, að ekki hafi verið löglega boðað til háskólaráðsfunda allt frá
1936 og til 1957).
Atvinnudeildin færði smám saman út kvíamar og hóf starfsemi í ná-
grenni Reykjavíkur, og með lögum frá 1940 var hún sett undir sérstaka
stjóm (Rannsóknaráð ríkisins), en tengslin við Háskólann héldust eftir sem
áður. Þau tengsl sjást meðal annars af því, að 20 hundraðshlutar af tekjum
Happdrættis Háskólans skyldu renna til atvinnudeildar, og er svo enn í dag,
þótt önnur tengsl hafi verið rofin og rannsóknastofur gömlu atvinnudeild-
arinnar og aðrar að auki hafi byggt yfir starfsemi sína í Keldnaholti.
Áður hefur verið minnst á Rannsóknastofu Háskólans í sýkla- og
meinafræði við Barónsstíg, sem stofnuð var árið 1917, en flutt í núverandi
húsnæði sitt árið 1934. Þar hefur alla tíð verið stunduð rannsóknastarfsemi.
En rými var ónógt. Þá var það árið 1945, að Rockefellerstofnunin í Banda-
ríkjunum gaf veglega gjöf til þess að koma á fót rannsóknastöð utan
197