Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 117
Þórir Kr. Þórðarson
Innviðir hugsunarinnar í
Fjórða Ebed Jahveh kvæðinu1
Jhvh-ræðan
Fyrst er inngangur:
13.V. Sjáið þjón minn!
Hann er farsæll!
Hann er mikill og veglegur og mjög hátt upp hafinn!
Þetta er eins konar forspil, er upphefur þjóninn, hinn líðandi þjón, sem nú
er ekki lengur harmkvælamaður, heldur ber hann konungstign.
Tign, vald, virðing og vegsemd hæst hlotnast honum!
Þá heldur Jhvh-ræðan áfram (14.-15.V.) og lýsir umbyltingunni, sem er
orðin í þeirri framtíð sem ljóðið lýsir. Best er að setja sig inn í þá tíð, sem
er framtíð, eins og hún væri nútíðin, sem við nú lifum (því eru sagnimar
settar í nútíð hér á eftir). Þessi umbylting er fólgin í því, að þjóðir heims og
konungar þeirra, „hinir mörgu”, höfðu orðið agndofa af skelfingu og
hryllingi, er þeir sáu, hve „þjónninn” var afskræmdur af þjáningu, kaunum
örbirgðar og hlaðinn þrengingum, svo auvirðilegur, að hann líktist ekki
mennskum manni.
En nú hefur orðið sú umbreyting (14.-15.V.), sú bylting, að augum
þjóðanna og konunganna hefur verið lokið upp. Þjóðimar og konungamir
hafa skyndilega séð það, sem þeir höfðu aldrei séð áður! Nú lýkst
skyndilega upp fyrir þeim það, sem þeir höfðu ekki skilið fyrr! — Þeir sjá
allt í nýju ljósi: Þjónninn er ekki sá sem þeir höfðu haldið hann vera,
harmkvælamaðurinn, hinn fyrirlitni og forsmáði, hann sem þeir höfðu
hrækt á og svívirt, — hann birtist þeim allt í einu sem allur annar! Og þeir
standa orðlausir gagnvart honum. — Hver hann var er ekki enn sagt, það
1 Grein þessi birtist upphaflega sem fjölrit 1982. Fjórða Ebed Jahveh kvæðið er að
finna í Jesaja 52.13-53.12.
115