Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 138
Þórir Kr. Þórðarson
í sögunni barst rödd Guðs til Abrahams öðru sinni. Það var þegar engils
raust bannaði honum að vinna drengnum mein og bauð honum að fóma
hrút. Raust Guðs leysti hann úr þessari þverstæðu sem hann hafði ratað í.
Hann varð frjáls undan hinu voðalega boði. Hann varð frjáls vegna hins
guðlega orðs. í raun Abrahams — eða í freistingu hans, hvemig sem við
viljum komast að orði — barst honum lausnarorðið, sem var rödd Guðs er
leysti hann. Eins er það í Nýja testamentinu. Rödd Jesú er í senn hin guð-
lega raust og hið spámannlega orð, sem birtir sannleikann, dóminn, en end-
urleysir okkur um leið.
í baráttu lífsins reynir hver hugsandi maður að leita að hinstu lífsrökum.
En þau em mönnum hulin, þau em leyndardómur, mysterium, við skiljum
þau ekki. En opinberun Guðs, þegar Guð birtist, eins og segir í sögunni
(11.-13.V.), hún er hið eina sem „leysir hnútinn.“ Slík guðsbirting er krafta-
verk. Hún kemur þvert á allt og er ofar og handan alls mannlegs vits og
skilnings. En án hennar fær líf okkar ekki neistann sem þarf til þess að
tendra Ijós andans.— í augum þess lesanda sem skynjar þessa þverstæðu
lífsins rís sagan hæst.
En Guð birtist Abraham. Þar með gerðist hann förunautur og vinur
Abrahams í raunum hans, vegna þeirrar hrellingar sem hann hafði ratað í.
Og það er eitt einkenni á sögunum í 1. Mósebók af höfuðfeðrunum, Abrah-
am, Isak og Jakob, að Guð er förunautur ættföðurins og vinur. Að því leyti
grípa ættfeðrasögumar fram yfir sig til Nýja testamentisins og minna á
lærisveina Jesú sem fóm um með meistara sínum, en þó fyrst og fremst
með vini sínum.
Frásagnarsnilldin er víða ljós í Biblíunni. Augljós dæmi em Jónasarbók
og Rutarbók. Þar em listaverk og boðskapur þeirra verður af þeim sökum
enn áhrifarikari en ella og mun sterkari en ef ræða þeirra væri rökleg og ei
listræn.
Eitt fremsta listaverk heimsbókmenntanna er 1. Mósebók, sagði kunnur
prófessor í almennri bókmenntasögu við Kaupmannahafnarháskóla.
í kaflanum sem við höfum rætt er frásagnarlistin svo einföld að við
veitum henni vart athygli. Þar er beitt svipuðu „stflbragði“ og í 18. kapí-
tula: Lesandinn (áheyrandinn) fær þegar í upphafi að vita hvert niðurlagið
er. En spennunni er haldið söguna út, þótt lesandinn viti svarið. Strax í 1.
versi er frá því greint hvað gerðist: Guð lét Abraham ganga gegnum eld-
raun, prófun, freistni. Ef við segðum: Guð reyndi Abraham, fmnst mér það
svo hversdagslegt að slík þýðing brygði hulu yfir mikilfenglegt snið kafl-
136