Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 187
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar komið á fót
farin er hvarvetna. Ennfremur er það lærdómsrfkt, að megináherslan er
lögð á það, auk fyrirbyggjandi starfs og endurhæfingar, að hver fjölskylda
sé meðhöndluð sem ein heild og helst skyldi einn félagsmálastarfsmaður
fara með öll félagsleg vandkvæði sömu fjölskyldunnar sem leitaði
aðstoðar.
Nú hefst það sem í Vídalínspostillu heitir oxordium eða útlegging
textans, því að nú fer ég í hveija grein fyrir sig.
1. gr. 1. málsgrein segir:
Stefnt skal að því, að öll félagsmálastarfsemi Reykjavíkurborgar verði samræmd
með því að fella hana undir eina stjóm.
Eins og kunnugt er, lýtur félagsmálastarfsemin í þrengri merkingu stjóm
fjögurra aðila: framfærslunefndar, bamavemdamefndar, bamaheimila- og
leikvallanefndar og áfengisvamanefndar. Eins og síðar mun að vikið, em
það í mjög mörgum eða jafnvel flestum tilfellum sömu aðilamir sem njóta
þjónustu þessara nefnda. Fara þannig fjórar stjómarnefndir í mörgum
tilfellum með málefni sama skjólstæðingsins. Er það ennfremur hugsan-
legt, að margir starfsmenn innan sömu stofnunar séu að meðhöndla sama
heimilið. Hér er bersýnilega samræmingar þörf. En fyrr kemur hún ekki að
fullum notum en skrefið er stigið til fullnustu, að þessir starfsþættir séu
felldir undir eina sameiginlega stofnun.
Verður ekki með öðm móti unnið að betri árangri í starfi né hinu, sem
skiptir meginmáli og um getur síðar, að félagsmálstarfið hafi að markmiði
endurhæfingu fjölskyldna og einstaklinga sem aðstoðar hafa þurft og miði
að fyrirbyggjandi starfi þ.e. starfi að því að uppgötva meinsemdimar, áður
en í óefni er komið. Það starf miðar ekki fyrst og fremst að því að
meðhöndla einstaklinginn sem slíkan, heldur þá félagsheild, sem hann er
runninn úr, Qölskylduna. Nefnist það Jjölskylduvemd.
Þessi þrjú meginhugtök, fjölskylduvernd, endurhæfing og fyrir-
byggjandi starf er undirstaðan sem nýskipan félagsmálanna hvílir á. Best
kemur þetta í ljós í því starfi sem e.t.v. er þýðingarmest fyrir þjóðfélagið: í
bamavemdarstarfinu. Bamavemdarstarfið miðar að því að bjarga bömum
sem em í bráðri hættu af umhverfi sínu, heimili og aðstæðum. Þá miðar
bamavemdarstarfið að því að leggja að nýju lífsgrundvöll bamsins eða
ungmennisins með ráðstöfunum sem geta verið með ýmsu móti, vistun á
185