Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 90
Þórir Kr. Þórðarson
Hebresku kynkvíslimar, hálfhirðingjar og smábændur, fluttust til eftir
beitilöndum um heiðar fyrir austan og sunnan Palestínu eða settust að um
hríð í Kanaanslandi á óbyggðum lendum í nábýli við hámenningarbogir
Kanverja.
Hálfhirðingjar iðkuðu ekki bókagerð, og saga þeirra er að mestu hulin
þokumóðu forsögunnar. Samt höfum við heimildir utan Biblíunnar um
svonefnda Hábírúmenn. Orðið Habírú er samstofna við orðið Hebrear.
Habírúmenn voru ekki þjóðflokkur, heldur einhvers konar „stétt“
mannhafsins austur þar. í bréfum kanverskra fursta, sem varðveist hafa á
Egyptalandi, er þeirra getið sem ránsmanna, er hvarvetna ollu usla, fóru um
með ránskap og börðu á borgarmönnum kanverskra menningarríkja.
Lýsingamar á þeim em ófagrar en vitaskuld samdar út frá sjónarmiði
hinnar bólföstu og makráðu yfirstéttar í Palestínu er kúgaði landslýðinn og
hélt snauðum smábændum í heljargreipum. Habírúmenn hafa verið
landlausir og eignalausir smábændur er hokmðu á rým landi og á heiðum
uppi, en orsökuðu „þrýsting,“ eins og nú er komist að orði, á ræktaðar
lendur, borgir og bæi. Hér var sem sé þjóðfélag í deiglu og miklar
þjóðfélagsbyltingar framundan.
Talið er að hebreskar ættir hafi talist til Habírúmanna. Habírú, sem
kanversku furstamir kvörtuðu undan við egypska drottnara sína í bréfa-
skiptum sínum er nefnast Amaranabréfin, hafa tíðum ráðist að borgum
Kanaans og sjálfsagt unnið einhverjar þeirra. Gæti því öskulagið áður-
nefnda, sem fomleifarannsóknir hafa leitt í ljós, að einhverju leyti stafað af
herskap þeirra.
Öll saga Palestínu á elsta skeiði er mótuð af stöðugum innrásum
hirðingja — og er það fyrirbæri oft nefnt því sakleysislega nafni „þjóð-
flutningar.“
Saga Evrópu á elsta skeiði mótaðist af svonefndum „þjóðflutningum,“
en þeir vom ætíð blóði drifnir. Svo var einnig hér um slóðir. Ein þeirra
þjóða sem leitaði bólfestu í Palestínu kom af hafi og sótti fram allt til
Egyptalands og Norður Afríku. Það vom Sæþjóðimar svonefndu sem
herjuðu á Egyptaland og Palestínu um 1200. Þær vom grískar þjóðir sem
komu norðan úr Eyjahafi. Dregur raunar landið Palestína nafn af þeim, því
þetta voru Filistear, sem við nefnum svo. Herskapur þeirra var
geysiöflugur, enda réðu þeir yfir tækninýjung þeirra tíma, sem var jámið.
Jámöld var nú að renna upp.
88