Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 223
Þórir Kr. Þórðarson
Geir Hallgrímsson
Minning
F. 16. desember 1925, d. 1. september 1990
„Lærdómstími ævin er,” segir í sálminum. Sjaldan hef ég lært jafnmikið og
á borgarstjómarárunum undir forystu Geirs Hallgrímssonar. Þá bjó ég til
orðtakið „Fremstu mannréttindi er frelsið til að hafa rangt fyrir sér,” því ég
naut algers frelsis í návist Geirs og gat haldið skoðunum mínum fram af
fyllstu djörfung, en hefði ég rangt fyrir mér vegna vanþekkingar, leiðrétti
hann mig en hlýddi ætíð gaumgæfilega á mál mitt. Þetta frelsi einkenndi
feril hans sem stjómmálamanns. Sérhvert sjónarmið skyldi njóta sín og fá
að koma fram óhindrað en skyldi að lokum lúta sameiginlegri ákvörðun um
hið rétta í málinu að bestu manna yfirsýn en að höfðu viðmiði við vilja
almennings, eins og fært var hverju sinni. Þessi sjálfsagða og ómeðvitaða
en djúprætta frelsisvitund, ásamt virðingu fyrir öðmm og áliti almennings,
er arfleifð Geirs Hallgrímssonar í stjómmálum.
Þessi afstaða Geirs („verið hver yðar fyrri til að veita öðmm virðing,”
Rm 12.10) samtvinnaðist nákvæmni og ítarlegri þekkingu á hverju máli
(sem krafðist af honum mikillar vinnu) og réttlætiskennd sem jaðraði við
einsýni, þegar stjómmálaleg hentistefna hefði krafist annars. En réttlætis-
vitundin tempraðist af umburðarlyndi Geirs gagnvart öðmm, ef þeim varð
eitthvað á. Trúfesti hans við vini sína var fyrirvaralaus. Þótt „réttvísi og
sannindi” séu uppistaðan í fleygum orðum Alcuins, kennara Karls mikla,
em „miskunn og friðsemi” ívafið. Samkvæmt því lifði Geir.
Geir átti farsælli borgarstjóraferil að baki en flestir menn aðrir er hann
hvarf á annan vettvang. Hann lagði hitaveitu í öll hús í Reykjavík, sem þá
náði aðeins til takmarkaðs hrings í gömlu borginni. Hann útrýmdi malar-
götum, sem þá vom hvarvetna með tilheyrandi rykmekki ef hreyfði vind,
og hann hélt fast við „Bláu bókina” og framkvæmdi öll kosningaloforð sem
þar vom gefin, þótt stundum þyrfti að breyta röð framkvæmda eftir á vegna
hagkvæmni um verklag. Á fundum leit hann oft í miðskúffuna í skrif-
borðinu þar sem Bláa bókin lá opin til þess að ganga úr skugga um hverju
hefði verið lofað. Margt mætti telja fleira um einstæða samviskusemi hans,
réttvísi hans og heiðarleika, en af skiljanlegum ástæðum er mér hugstætt
221