Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 41
Hvað er Guð?
ófamaðar en góðleikinn og tryggðin til farsældar. Ævintýrin sýna þeim
einnig að sumir menn virðast illir en þá má leiða til góðs þegar einhver
skilur þá. Og þau geta fundið til þess að byrði hinnar stóru gátu, sem ekkert
svar fæst við, hvílir þungt á ungum herðum.
Höldum því áfram að virða fyrir okkur þessar spumingar til þess að
koma auga á hve djúpt þær standa.
Undir leiðsögn Wittgensteins og Gyðingsins gangandi sjáum við að
rökfræðin hjálpar okkur ekki við að finna svar við spumingunni um hvað
Guð er. Rökfræðin er undirstaða allra tæknivísinda og dugir til að búa til
vetnissprengju, en spumingu okkar ræður hún ekki við, spuminguna um
hið mikla djúp leyndardóma og ábyrgð mannsins gagnvart því.
f orðskviðum sínum6 segir Wittgenstein: Leyndardómurinn er ekki
hvemig heimurinn er, heldur að hann er.7 Hann segir einnig: Þegar við
hugleiðum heiminn frá sjónarhóli hins eilífa, sjáum við hann sem heild, en
þó afmarkaða heild. Tilfinningin um heiminn sem afmarkaða heild er
tilfinningin um leyndardóminn.8 Og enn segir hann: Það sem ekki er hægt
að tjá, er raunar til. Það birtir sjálft sig, það er leyndardómurinn.9
Wittgenstein sýnir .að rökfræðin og sú vitneskja mannsins (á gmnni
vísindanna) sem unnt er að setja fram í mæltu og röklegu máli nær ekki til
alls sviðs tilverunnar. Einhver hluti hennar verður útundan. Um Guð verður
ekki rætt, mannlegt málfar nær honum ekki, það er ekki hægt að tala um
hann, allt sem hann varðar er ósegjanlegt, sbr. orð Wittgensteins um að
þegja skuli um það sem ekki er hægt að tala um, og áður vom tilfærð.
Þennan hluta tilvemnnar nefnir hann leyndardóminn (Das Mystische), og
vemn hans birtist (zeigt sich).
6 Ludwig Wittgenstein, Tractatus Logico-Philosophicus, London: Routledge and
Kegan Paul, Ltd., 1971, bls. 186. Ég þakka Ingólfi Amarsyni sjávarútvegsfræðingi
fyrir að hafa greitt götu mína að Wittgenstein.
7 Sama rit, 6.44: Nicht vví'e die Welt ist, ist das Mystische, sonder dass es ist.
8 Sama rit, 6.45: Die Anschauung der Welt sub specie aetemi ist ihre Anschauung als
— begrenztes — Ganzes. Das Gefiihl der Welt als begrenztes Ganzes ist das
mystische.
9 Sama rit, 6.522: Es gibt allerdings Unaussprechliches. Dies zeigt sich, es ist das
Mystische.
39