Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 170
Þórir Kr. Þórðarson
Eftírmálí
í ræðu sem ég flutti í borgarstjóm Reykjavíkur fyrir aldarfjórðungi setti ég
fram líkan að heilbrigði í háttum sem félagsleg þjónusta skyldi miða við.
Ræða þessi var framsöguræða vegna hinnar miklu samþykktar borgar-
stjórnar Reykjavíkur um nýskipan félagsmála, stofnun Félagsmála-
stofnunar Reykjavíkurborgar, félagsmálaráðs og faglegrar vinnu sérfræð-
inga að félagslegri þjónustu. (Það starf sem þá hófst kom af stað vakningu
um allt land, og var félagsmálastofnunum komið á fót víða). Það kann að
koma einhverjum á óvart að þessa ræðu skrifaði ég sem guðfræðingur og
frá guðfræðilegu sjónarmiði á því hvað þjóðfélag er og hverjir hollir
þjóðfélagshættir eru.
Jón Björnsson félagsmálastjóri Akureyrar fjallar um sama efni í
boðsbréfi til Málþings um hamingjuna,14 Hann segir, að „endanlegt mark-
mið allrar opinberrar þjónustu, allra stjómmála, sé að auka hamingju fólks
eða skapa því skilyrði" til þess að efla sína eigin lífshamingju. Og hann
segir einnig að það fólk sem vinnur að þessari opinberu þjónustu vinni að
„aðstoð við fólk, lækningu þess, stjómun þess.“ Ég get fyllilega tekið undir
þessi orð. Takmark allrar félagslegrar þjónustu hlýtur að vera endurhœfing
fjölskyldna og einstaklinga.
Fyrri ráðstefnan fjallaði um fátœktina. Þar var rætt um samhengið milli
óhamingju og allsleysis og um samhengis/eyíi'd milli auðs og hamingju. Og
það er einmitt í þessum punkti sem ég vil tengja við fyrri umræður, sem
snemst um mannlega angist. Ég hef leitast við að rannsaka lífshamingjuna í
ljósi þess umhverfis sem menn lifa í, í raun og vem, einnig í ljósi þess að
við búum öll við staðreynd dauðans. Hef ég reynt að nálgast vandamálið á
þann hátt sem er í ætt við Gamla testamentið, á existentíellan eða
tilvistarlegan hátt, og hef valið nokkra sjónarhóla þaðan sem horfa má yfir
víðar lendur mannlegrar tilvistar á langri vegferð.
Hamingjan er að einhverju leyti fólgin í jafnvœgi sálarkraftanna, jafn-
vægi milli þjáningar og lífsnautnar, milli lífs og dauða. Bryndís Zoéga
fóstra benti mér einu sinni á að böm þurfí að venjast því að ekki sé alltaf
gaman, stundum leiðist manni, og þá þurfí að taka því.
14 Grein þessi er erindi sem flutt var á málþingi um hamingjuna, sem félagsmála-
stjórarnir gengust fyrir í „Rúgbrauðsgerðinni”,7. maí 1988.
168