Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 126
Þórir Kr. Þórðarson
þjóðarinnar, þjáning þessa hrjáða fólks án heimkynna. Það er ekki einhver
esóterísk þjáning sem endurleysir manninn, heldur þjáningin sem við sjáum
á sjúkrastofunum og meðal sorgmæddra er við þekkjum. Þessi þjáning
fólks fær jákvætt gildi, þegar hún er skoðuð gegnum sjóngler „þjónsins”.
Þessi „mennska” þjónsins er áberandi í þjónsljóðunum. Hann er ekki
himneskur mannssonar, sem stígur niður á jörðina og þjáist, er hann tekur á
sig mannlega neyð. Hér er á ferðinni þjáning hins hrjáða mannkyns.
Mennska okkar er því stefið. Ætla mætti að „hið nýja líf í Kristi”, sem
Páll gerir svo mjög að umtalsefni, sé einhver ómennsk verun, að menn með
því að öðlast „hið nýja líf í Kristi” hætti að vera eins og „þetta fólk” sem
við sjáum í strætisvögnunum, á börunum, í verslununum, á böllunum, á
vinnustöðunum hætti að vera venjulegt fólk og verði eitthvað esóterískt,
framandi, „skrítið” fólk. Svo er ekki. Maðurinn verður þá fyrst maður, er
hann öðlast hið nýja líf í Kristi. Mennska mannsins er Guðs sköpun. Þegar
maðurinn er skapaður, Gen. 1, er hann maður með Guði, hann er selem,
eftirlíking Guðs. Hann er umboðsmaður Guðs á jörðinni. Sköpunin er hins
vegar spillt, og Guð er alltaf að leita að manninum: „Adam, hvar ert þú?”
og vill endurleysa hann. Endurlausnin er lausn undan syndinni og til
mennskunnar í sköpun Guðs. Sá sem hefur öðlast hið nýja líf í Kristi hefur
orðið maður í fyrsta sinn.
Mennskan er að vera „skepna”, skapaður, vera í Kristi skapara.
Allt þetta hafa menn uppgötvað í frelsunarguðfræðinni („Liberation
theology”) í Suður Ameríku og nýrri afrískri guðfræði.
Menn líta á neyðina í kringum sig í Suður Ameríku, neyðina sem þeir
upplifa sjálfir, þegar böm líða heilaskemmdir við næringarskort á fyrstu
þrem ámm ævinnar, og menn spyrja, hvort hjálpræðið í Biblíunni eigi
nokkurt erindi við þessa þjáningu. Og hvort þessi þjáning sé það sem talað
er um í Biblíunni. Og hún er það sannarlega. Þjáning þjónsins.
En hvað er endurleysandi þjáning, er einn þjáist fyrir alla? Móse (í 2M
33) þjáist, hann er meðalgöngumaður sáttmálans. Sáttargerðin er einnig
höfuðatriði í fagnaðarerindinu. Við þurfum að verða sátt við sjálf okkur, ég
þarf að verða sáttur við það sem ég er, að ég er ekki píanisti. Nemandinn í
guðfræðideild þarf að verða sáttur við það að nema og stúdera guðfræði og
hugsa, og ekki hlaupa í annað. Og við þurfum að vera sátt við aðra menn.
Og sáttir við Guð. Það er undirstaða alls hins. (Með þjáningunni og í
124