Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 145
Andinn í Gamla testamentinu
er að finna í ritningunum, en einnig er að finna dæmi um Andann sem
baráttu gegn andstæðu sinni, andstæðu lífs og ljóss, baráttu við myrkra-
öflin, við hið lífvana, við tregðuna, doðann og leiðindin.
Andinn er þannig lífsaflið, guðdómurinn sjálfur sem líf og orka og
kærleikur í skapandi athöfn, í þróun tegundanna, í framþróun lífsins, í
sköpunarathöfn skáldsins og tónahöfundarins, listamannsins, — og bams-
ins að leik í sandkassanum er það býr sér til furðuheim. — Dæmi þessa,
þannig túlkuð, má einnig finna í ritningunum. Á Hvítasunnu er tilefni að
hugleiða hina kristnu guðsmynd í ljósi þess hvað ritningamar segja um
Guðs anda og um Guð sem Anda.
Það verður þá fyrir, að vitundin um Anda er skynjun lífsorku og
kærleiksafls, sem manninum stendur til boða. Frá sjónarhóli ritningaxma er
maðurinn lífvera sem hefur í sér fólgna tenginguna við sjálft líf
guðdómsins í þeirri vem, að honum stendur til boða að geta teigað af
andanum sem hinu lífræna afli, eins og jurtin drekkur í sig sólarljósið og
nýtir orku þess.
Hebreska orðið sem merkir andi (rúah) og samsvarandi grískt orð
(pneuma) merkir einnig andblæ, vindblæ. Forfeður okkar skynjuðu lífið
þannig, að líf byggi á blænum sem bærist: Guð blés lífsanda sínum í það
sem var dautt efni, og þá varð það að lifandi vem. Andardráttur manna og
skepna var þannig tákn um lífið sjálft, en andi mannsins var í ætt við
sjálfan anda Guðs.
Andi Guðs var skapandi og endumýjandi krafur hans sjálfs, eða eins og
sálmaskáldið segir (S1 33.6):
Fyrir orð Drottins voru himnamir gjörðir,
og öll þeirra prýði fyrir anda munns hans.
Og það er Guðs andi sem skapar það þjóðfélag, — sem lifir í sátt, og vekur
upp undur náttúmnnar, eins og segir hjá spámanninum Jesaja (32.15-18):
... Er úthellt verður yfir oss anda af hæðum,
[skal] eyðimörkin verða að aldingarði...
réttvísin fest byggð í eyðimörkinni
og réttlætið taka sér bólfestu í aldingarðinum.
143