Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 16
Bjöm Bjömsson
Þar eð þannig háttar um guðfræðina er fullkomlega réttmætt að vitna til
persónulegrar upplifunar. Guðfræðin varð mér undir handleiðslu dr. Þóris
viðburður, slíkur sem markar tímamót er orkar svo sterkt á þann sem fyrir
verður að hann verður ekki samur maður á eftir. Viðburður sem grípur inn í
hversdagslegan gang lífshlaupsins og gefur því nýja merkingu og tilgang.
Nýja testamentið notar gríska hugtakið lcairos til að auðkenna slíka við-
burði er örlögum ráða og mestu skipta í lífinu og tilverunni,
. Guðfræðin er þá og þegar hún gerist. Þá og þegar blásið er lífi í fræðin
fjölbreytt og doðrantana þykku. Líkt og þegar skaparinn blés lífsanda í nas-
ir mannsins. Þannig varð hann lifandi sál.
Guðfræðin, hversu hátimbruð sem hún kann að vera að ytri búningi, er
og verður lífvana uns hún er vakin til lífsins fyrir gjöf andans og tilverkan
hins lifandi orðs. Þá gerist sá viðburður að ritningamar opnast, atburðimir
á sögusviði þeirra verða Ijóslifandi, ekki sem sjónarspil heldur sem lifandi
veruleiki er grípur inn í atburðarás líðandi stundar í „fyllingu tímans”.
Þórir Kr. Þórðarson er einn úr hópi fágætra lífgjafa guðfræðinnar. í
fyrirlestmm hans og rannsóknaæfingum opinberast í sömu andrá guðfræðin
og guðfrœðingurinn, og hin sívirku lífrænu tengsl þeirra í millum. Þá ger-
ast viðburðir, þá verður guðfræðin til eins og sú upplifun, sem er þeirra
fræða innsti kjami.
í fjömtíu ár hafa guðfræðistúdentar í Háskóla íslands fengið að njóta
þeirrar hátíðar að taka þátt í skapandi guðfræði. Efniviðurinn er sóttur í
helgar ritningar, þar sem um allt er vitnað undir sjónarhomi sköpunar, lífs
og verðandi, frásagnir örlagaviðburða í lífi og sögu milli Guðs og manna,
og manna í millum. Endursögnin flytur með sér sköpunarkraftinn og enn
gjörast viðburðir, guðfræðin er blásin þeim í brjóst sem sitja við fótskör
lærimeistarans.
Þar sem Guð, skapari himins og jarðar og gjafari lífsins, kemur við
sögu manns og heims verður frásögninni og endursögn hennar engin tak-
mörk sett, né heldur verður úr þvf skorið í eitt skipti fyrir öll hvar setja skal
guðfræðinni mörk.
„Drottni heyrir jörðin og allt sem á henni er, heimurinn og þeir sem í
honum búa” (S1 24).
Hátt er til lofts og vítt til veggja í því lærdómssetri þar sem guðfræðinni
er búinn staður.
14