Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 178
Magdalena Schram
öll vísindi. En Lúther talaði um hið ytra orð. Það eru hinar málfarslegu um-
búðir, menning og viðhorf hvers tíma. Sköpunarsagan setur fram kenningu
á máli þess tíma þegar hún er skrifuð. En hún er ekki um sól, tungl og stór-
fiska. Veistu um hvað hún fjallar? Hún er um hvfld. Á sjöunda degi skyldu
menn hvflast og lofa guð. Það er hápunktur og tilgangur sögunnar, bænin,
því að saga hennar er guðsþjónusta, hún er ljóð, skrifuð fyrir þúsundum ára
út frá þeirra tíma viðhorfum, — hún fjallar ekki um náttúruna, hinir fomu
höfðu ekkert slflct hugtak, hún fjallar um hvfldina, bænina.
Þeir sem vilja trúa á tjáningarform sköpunarsögunnar en ekki anda
hennar og tilgang og afneita náttúmvísindunum, það em voðalegir menn
sem afneita sköpun Guðs, ég vildi ekki að hann Óli litli lenti í þeim”.
Fólk vill alþjóðleg viðskipti
— Áðan sagðirðu að hið illa væri að verða hinu góða yfirsterkara í heimin-
um, að kjamorkuvopnin væm hið illa. Hefurðu tekið þátt í friðammræðu
kirkjunnar? Hver er þín afstaða?
„Þegar deilumar vom hér á 5. áratugnum, hvort við skyldum ganga í
Nató eða ekki og Sigurbjöm Einarsson barðist gegn inngöngu okkar í
Nato, var ég á hans máli. Ég var við nám í Danmörku og fékk send blöð og
gögn. Þegar Þjóðvamarflokkurinn var stofnaður fékk ég sent blað þeirra, 1.
tölublaðið, með stefnuskránni á forsíðu. Þá snerist ég á studinni. Þar var
nefnilega sagt að við skyldum ekki ganga í þessi vestrænu alþjóðasamtök,
en skyldum halda í krómuðu bflana, nýju ísskápana og lífsþægindin, skyld-
um bæði halda og sleppa. Þessi orð vom ekki notuð, en þetta var merk-
ingin. Við skyldum sem sé koma upp stóriðju (sem þá var töfraorð, fyrir
rúmum 30 ámm) og tryggja okkur gull og græna skóga.
Ég snerist á stundinni. Fyrir mér var þá og er enn um tvær leiðir að
velja. Að vera með og njóta góðs af viðskiptasamstarfi þessara þjóða, eða
halda í gamla ísland, — sterkt þjóðemi og þjóðlega menningu — ein-
angraða eins og hún var, og láta slag standa þótt við misstum af lífskjömn-
um. En þjóðin hefur valið. Við það verða stjómmálamennimir að sætta sig.
Fólk vill alþjóðleg viðskipti, alþjóðlega viðmiðun um lífskjör og þátttöku í
bandalögum og samböndum. Og enginn stjómmálaleiðtogi hefur leyfi til að
leiða fólkið þangað sem það vill alls ekki fara. En hann getur haft þau áhrif
að fólk sneiði hjá hættunni. Það er aðeins í alræðisríkjunum sem hægt er að
segja fólki fyrir verkum.
176