Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 219
Síðustu árin með séra Friðrik
það, að hann sagðist vera farinn að ryðga í einu erindi í einni óðunni. Bað
hann mig að hlýða sér yfir kaflann og leiðrétta sig, þegar kæmi að
umræddu erindi. Hann hafði yfir, en ég fylgdist með á prentaðri
blaðsíðunni. Svo mikið hefur latínukennslunni hrakað, að ekki skildi ég
allt, fjarri því. En áður en komið var að umræddu erindi, fipaðist honum,
hélt ég. Þetta stendur ekki svona, segi ég. „Nei,” sagði séra Friðrik, „Það
stendur þetta (sem hann tiltók) í prentaða textanum, en neðanmáls stendur
annar lesháttur og finnst mér hann betri. Hefi ég þetta því svona”. Hann
kunni sem sé ekki aðeins textann, heldur hið vísindalega apparat líka. —
Og þegar kom að umræddu erindi, sem hann var búinn að missa eitthvert
vísuorðið úr, mikill var þá fögnuðurinn að finna aftur hin glötuðu orð og
geta nú aftur notið hinnar gullvægu snilldar. — Ég var þá orðinn dósent við
Háskólann. Aldrei hefur mér fundist ég minni karl en þá.
„Við hvað eigum við að skemmta okkur í kvöld?” var oft viðkvæðið, er
ég kom að kvöldi miðvikudags. Stundum voru það bardagasögur úr Gamla
testamentinu. Hann þurfti ekki að láta lesa fyrir sig úr hinu Nýja. Það kunni
hann allt utanbókar. En þegar minnst var á hinar eilífu kenningar Guðs
orðs, spunnust alvarlegar samræður. Þá sá ég, hvemig trúin getur umvafið
allan persónuleika stórmennis — gert hann smáan í eigin augum sínum, er
hann leit hátign Guðs innri augum, — og hafið hann á tindinn, þaðan sem
lífið fær eilífan tilgang og allt er skoðað frá sjónarhóli eilífðarinnar. Og
þannig leit séra Friðrik einnig heimsmenninguna. — Hann unni hinum
heiðnu höfundum hinnar klassísku menningar jafnt sem sögupersónum
íslendingasagna. Alls staðar sá hann neista Guðs sannleika, þess er birtist
ekki sem hið skæra ljós fyrr en í Kristi. Þetta hefði mörgum fundist
„frjálslynd” guðfræði. Séra Friðrik talaði sjaldan við mig um trú. Það var
sem hann andaði henni frá sér gegnum svitaholumar. Hún bjó í honum,
mótaði allt tilfinningalíf hans, afstöðu hans. Umhyggja hans og elska, sem
hann bar í brjósti til allra þeirra, sem hann hafði mætt á lífsleiðinni, var af
henni mnnin. Þaðan var komin gleðin, gamansemin, lífsnautnin, alvaran og
hinn djúpstæði skilningur á lífi mannanna. Hann sagði mér, að ef piltur
kom til hans og sagðist hafa gert stúlku bamshafandi, ráðlagði hann
ævinlega, að hann ætti stúkuna aðeins, ef hann ynni henni og hún honum.
Væri svo ekki, brýndi hann fyrir piltinum að reynast bamsmóður sinni vel
og baminu.
Áður en ég fór til Palestínu 1956, kom ég til séra Friðriks að kveðja
hann. Hann bað mig einnar bónar: „Viltu færa mér litla völu af strönd
Galfleuvatns.” Þessa steinvölu hafði hann ætíð á litla borðinu við dívaninn,
217