Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 201
Frá embættismannaskóla til vísindaseturs
anum mikið gagn og tengst starfsemi hans á ýmsa vegu. En meginmarkmið
hans er vitaskuld að efla almennar rannsóknir í landinu og stuðla að
framkvæmd rannsóknaverkefna á vegum ýmissa aðila.
Árið 1955 hafði verið komið á fót nefnd á vegum ríkisins um uppbygg-
ingu rannsókna í þágu atvinnuveganna. Gerði sú nefnd viðamiklar tillögur
um slíka rannsóknastarfsemi, og fór svo að allmörgum árum liðnum, að
byggt var hverfi rannsóknastofnana atvinnuveganna á Kelnaholti án tengsla
við Háskólann, eins og áður var vikið að.
VI
Ekki er úr vegi að rifja upp, að á þessum árum, á sjöunda áratugnum, var
sú skoðun útbreidd, að ísland, sem breyst hafði úr miðaldaþjóðfélagi í nú-
tímaríki á rúmlega hálfri öld, þyrfti á skjótum framförum í tækni og vísind-
um að halda til þess að geta gengið til móts við nýja tíma. Víðtæk áætlana-
gerð um starfsemi Háskólans átti sér stað, og ber að minna á „Stóru há-
skólaskýrsluna” í því sambandi. Menn hugsuðu stórar hugsanir og dreymdi
bjarta drauma. Fjármunir voru fyrir hendi í þjóðfélaginu, og framfarir voru
örar innan Háskólans sem utan á vísindasviðinu.
En menn gleymdu því ekki, að í tæknivæddu þjóðfélagi er einnig fyrir
hendi spumingin um manninn í þjóðfélaginu. Mannleg fræði urðu því ekki
útundan í umræðum um framtíð Háskólans og vísindanna. Bar þar hæst
tunguna, bókmenntimar, söguna og samband mannsins við landið. En
einnig ber að minna á hina miklu uppbyggingu í heimspeki, sem orðið hef-
ur á síðari ámm.
Hér skal aðeins getið tveggja dæma. Orðabók Háskólans hafði að vísu
verið komið á fót mörgum ámm áður, eða 1947. Þá hófst starf að vísinda-
legri orðabók um íslenskt mál frá 1540 (er fyrsta Nýja testamentið var
prentað) og til vorra daga. (Hliðstætt orðabókarstarf er unnið í Kaup-
mannahöfn um málið á eldra skeiði). Á sjöunda áratugnum hafði seðlasafn
Orðabókarinnar náð einni milljón. Svo öflugt var þetta starf. Hitt dæmið er
stofnun Stofnunar Áma Magnússonar á íslandi, en hún var hápunktur
langrar sögu handritamálsins og margvíslegs undirbúnings, sem verður
199