Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 137
Akedah: Freisting Abrahams
Sú mikla raun sem Abraham varð fyrir — hver var hún? Var Guð að
reyna hann, eins og menn reyna skólapilta í latínu (sbr. orðabók Blöndals
um merkingu íslensku sagnarinnar)? — eða eins og þegar menn reyna nýj-
an hest? Eða er merkingin dýpri, harðari? Notkun hebresku sagnarinnar
nissa getur ekki ein leyst úr þessari spurningu. Sögnin merkir hvort
tveggja, að freista og að reyna. En hvaða sögn á íslensku á að velja, sem
tjáð getu það sem hér gerðist?
Ef við lítum fram hjá spumingunni um sögn og ræðum í staðinn nafn-
orð sem hentað gæti, er freistni býsna nærri.8
Er það ekki einmitt þetta sem veldur ógn sögunnar: Abraham er leiddur
íþáfreistni að snúa baki við boði Guðs. En framkvæmi hann skipunina um
að fóma drengnum, hefur hann þar með snúið baki við fyrirheiti Guðs um
ísak sem föður margra þjóða og þar með brotið lífsins lög. Hann getur því
ekkert gert sem rétt er. Báðir kostimir em rangir. í þessu er þversögn sög-
unnar fólgin, og af henni stafa feikn hennar.
Það veldur lesandanum ógn að hér virðist mjótt á munum milli þeirrar
trúar sem treystir Guði og fer að vilja hans, jafnvel þótt það mæli gegn öll-
um rökum, og þeirrar geðveiki sem hlýðir boði ímyndaðs sannleika og
fremur blóðug hryðjuverk í nafni staðlausrar grillu um betra líf mannkyni
til handa, en dæmi þess sjáum við í fréttum nær daglega. Það skelfir les-
andann að hér er gengið á fjallsegg, og hyldýpið blasir við beggja vegna.
Hér á því við bæn Faðirvorsins: Eigi leið þú oss í freistni, leið oss eigi í
þær aðstæður að vér getum ekki lengur greint hvað er rétt.
Þversögn trúarinnar
Ég hygg að skelfing þessarar sögu og áhrifamáttur hennar í aldanna rás séu
af því sprottin að hér er á „æðra plani“, og eins og í leiftursýn ljóðs eða
dæmisögu, lýst hinu ysta og hinu hinsta — þeirri ystu nöf sem mannlegt líf
getur leiðst út á, þegar svo er komið að hvert sem farið er em öll sund lok-
uð, hyldýpið eitt blasir við og allt sem gert er, er rangt. Dýpri þverstæðu
getur ekki.
8 Það sýnir t.d. framangreint skýringarrit frá Menighetsfakultet. Þar er að vísu talað
um, að Guð hafí reynt (pr0vet) Abraham, en samt segir Bjdmdalen um merkingu
þessa kafla: ,,[De] má aldri la segfriste til á vende Jahves ord og l0fter ryggen.“
135