Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 111
í leit að lífsstfl
Það er mikilvægur þáttur í siðgæði að saman fari þetta tvennt, lög og
miskunn. Sálsýkisfræðin greinir frá því hvemig þráhyggja getur fæðst af
ofríki reglna og rökhyggju, og öll þekkjum við það hversu óþolandi þeir
menn em í mannlegu samfélagi sem geta aldrei horft lengra nefi sínu, sínu
formalíska nefi, og dæma gerðir náungans ætíð út frá ströngustu laga-
ákvæðum og nákvæmustu siðareglum samfélagsins án þess að gæta að því
hvort þeir sjálfir séu í algjöm samræmi við allar þær kröfur sem mannlegt
samfélag og sambúð með lifandi fólki gerir til okkar um miskunn og
umburðarlyndi með opnum hug. Sá lífsstfll sem er í samræmi við ofan-
greind einkenni lífsins einkennist því af því, að saman er haldið þessum
tveimur andstæðum, lögum og miskunn. Kannski fjallar Bókin um Jónas
spámann („Jónas í hvalnum"), sú heillandi húmoreska, einmitt um það,
hversu langtum æðri miskunnin er rökhyggju laganna.
Lífríkið — vistkerfíð
Fáir þættir lífsstfls 19. og 20. aldar hafa sætt meiri gagnrýni en atferli
vestrænna þjóðfélaga og einstaklinga í þeim efnum er varða samlíf
(symbiosis) manns og náttúru. Verkfræðileg vísindi samtímans hafa gert
mönnum kleift að sigrast á umhverfi sínu í náttúrunni að mjög miklu leyti,
þótt náttúruhamfarir setji manninum skorður. Með aðferðum tæknivísinda
hafa vestræn þjóðfélög komist upp á lagið með að nýta náttúruna sér í hag,
og menn hafa virkjað hana til efnalegra framfara þjóðanna. Af þessu hefur
hlotist mikil auðlegð, svo að verkamannafjölskyldur nútímans lifa við meiri
þægindi en vel efnað fólk bjó við á miðöldum. — En þessu fylgir sá
neikvæði þáttur, að menn hafa nauðgað náttúrunni. Og hún hefur hefnt sín.
Mengun andrúmsloftsins og sú hætta raunar, að öllu lífi verði útrýmt af
jörðinni, blasir við mannkyni.
Nýr lífsstfll í þessum efnum hlýtur að byggja á öðrum viðhorfum en
þeim sem ríkjandi hafa verið fram til þessa.
Eins konar „guðfræði náttúrunnar" eða „vistfræðileg guðfræði“ var
viðfangsefni mitt í rannsóknaræfingu fyrir nokkrum árum. Hér koma til
sögunnar nýstárleg sjónarmið á því hvað sköpun er, hver sé merking og
tilgangur sköpunarverksins. Heildarskilninginn mætti nefna lífrænan í þeim
skilningi að hann gengur út frá sköpunarverkinu sem lífrænni heild,
vistfræðilegu kerfi, sem hefur tilgang alls lífs í sér fólginn. Tilgangur
lífsins er sá einn að dafna, þróast. „Gróandi" gæti verið eins konar samheiti
alls lífs. Það minnir á vorið. „Þegar raddir vorsins þagna“ er titill bókar
109