Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 114
Þórir Kr. Þórðarson
Samkeppni og siðgæði
Lífsstfll ungs fólks á líðandi stund mótast að miklu leyti af nýjum skilningi
á þjóðfélaginu: Lögmál markaðarins hafa vakið athygli. Og það er vert
íhugunar að á árinu 1985 heyrðust æ fleiri raddir meðal ungra bænda um að
miða þyrfti framleiðslu búanna og þar með afkomu heimila bænda við
neytendur í þéttbýlinu — markaðinn. Hér hafa vissulega rutt sér til rúms ný
viðhorf meðal bændastéttarinnar. Og þau fela einnig í sér áherslu á
samkeppnina. Búin verða að geta staðið fyrir sínu. Samtrygging hagsmuna-
aðila er í æ ríkara mæli talin tilheyra gamla tímanum.
Meðal ungs fólks í iðnaði og í viðskiptalífinu gætir svipaðra sjónar-
miða. Ungir menn og konur fara á námskeið hjá Stjómunarfélaginu (t.d.
Time Manager) með erlendum leiðbeinendum og læra þá ekki aðeins
starfsháttu í verksmiðju eða á skrifstofu heldur einnig hvemig einkalífi
skuli hagað, kynnast nýjum lífsstfl. Þegar ég vakti máls á grundvallar-
sjónarmiðum þessa námskeiðs við hinn erlenda leiðbeinanda, sagði hún
mér að hún legði einmitt til grundvallar sjónarmið á lífsstfl einstaklings
sem hún teldi vera kristin, biblíuleg.
„Hinn ungi forstjóri“ á vinnustað á, samkvæmt kenningum þessum, að
temja sér reglusemi, skilning á högum annars fólks, að vera opinn gagnvart
öðmm og taka tillit til sérþarfa starfsmanna sinna. — Allt í þágu
samkeppninnar, þ.e. aukins árangurs, ódýrari framleiðslu, aukinnar fram-
leiðni, meiri hagnaðar og hærra kaups starfmanna.
í Háskólanum og öðmm stofnunum sem sérþjálfa ungt fólk til starfa er
krefjast sérmenntunar er mikil áhersla á nákvæmni, ástundun og markvissa
vinnu. A þetta auðvitað einkum við um þær deildir Háskólans sem þjálfa
fólk til þátttöku í arðvænlegum störfum svo sem tannlæknadeild, lækna-
deild, verkfræðideild. Menn em sér þess meðvitaðir að þeir þurfi að standa
sig í samkeppninni um arðbær störf í framsókn sinni að efnalegri velferð.
Vissulega má tala um „nýja stétt“ hér á landi hvað launamálin varðar.
Þess verður vart að önnur lögmál í launamálum gildi um þá sem starfa
innan tiltekinna greina sem em eftirsóttar og krefjast sérstakrar sérmennt-
unar en um hina sem vinna hefðbundin störf í þjóðfélaginu.
Samkeppnin er ekki ill í sjálfri sér. Öll náttúran byggir á samkeppni. Og
á íþróttaleikvanginum ríkja lögmál samkeppninnar; menn „fara á völlinn"
til þess að njóta hennar. En hér er þörf að skoða málin frá tveim hliðum,
eins og gert hefur verið hér að framan. „Hin hliðin“ væri þá „sam-
112