Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 228
Þórir Kr. Þórðarson
Kristófer Pétursson sem ég eignaðist þá — og leiddi oft ýmislegt skondið
fram í meðferð tungunnar.
Svo voru það sumrin. Kaldársel var minn staður. Þar sem ég var aldrei í
Vatnaskógi á þeim árum, er það Kaldársel sem í mínum huga var hin
heilögu vé. Ég finn enn til helginnar sem hvílir yfir staðnum þótt margt sé
breytt (og fullkomnara), og áin að miklu horfín miðað við það sem áður
var. Þar var náttúruskoðun, en einnig hrífandi samkomur á sunnudags-
síðdegi í hlýrri sól á bölunum við ána neðanverða í góðu skjóli. Man ég
eftir hrífandi ræðum Ara Gíslasonar og Gunnars Siguijónssonar þar.
Magnús Runólfsson kom mjög við sögu í Kaldárseli, og eitt sinn kom
hann í heimsókn til okkar með tvo frændur um 16 ára, fjórum árum eldri en
ég, Ólaf Pálsson (Einarssonar), sem nú er verkfræðingur, og þýskan pilt,
frænda hans (þeir eru systkinasynir), Ludwig Siemsen, son Áma Siemsens.
Ég man svo glöggt eftir þýska piltinum og Ólafi raunar líka. Var hann
klæddur í þýsk föt, þröngar pokabuxur og jakka úr sama efni, með spæl. Ég
hringdi í Ólaf nú um daginn (11.3.90) og fékk þá að vita að Ludwig, sem
var altalandi á íslensku, kom heim eftir stríðið ásamt bróður sínum. Þeir
voru báðir íslenskir ríkisborgarar og settust hér að. Sagði Ludwig mér í
símtali (11.3.90) að Magnús Runólfsson, sem hann mundi vel eftir, hefði
farið með þá bræður í Kaldársel part úr degi (en í minningu minni var þetta
orðið að langri dvöl!) og hefði alltaf talað við sig þýsku. Ólafur gat þess
við mig að Magnús hefði verið merkur maður.
Mér er þessi dvöl svo minnileg því það sumar var Magnús nýbúinn að
yrkja sálm sinn Nú kallar Jesús Kristur yður. Hressileg starfshvöt er fólgin
í þeim sálmi og lagið Qörlegt, við drengja hæfi. Sálmurinn er gott dæmi um
boðun Magnúsar Runólfssonar:
Nú kallar Jesús Kristur yður
að koma skjótt og fylgja sér,
því nú er úti næturfriður,
og nóg er til að vinna hér.
Kór:
Hefjið nú hönd,
helgið nú önd,
226