Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 177
„Djöfullinn kann Biblíuna líka utanað”
ekki skilur, já, — hvemig segir hann þetta nú: „Áður þekkti ég þig af af-
spum, en nú hefur auga mitt litið þig”. Með öðmm orðum, hann gat ekki
skilið guð, en fann hann í bæninni, — sem hina miklu þverstæðu. Nú finn
ég að ég er aumari heldur en lífið sjálft, nú þekki ég þig!
Marxismi er jú einhvers konar Guðsríki
Marxistar skilja okkur guðfræðinga oft betur en margir aðrir, t.d. Ámi
Bergmann. Marxismi er nú einhvers konar guðsríki, „alræði örlaganna” og
allt það. Vestrænir kapítalistar aðhyllast oft nýheiðindóm, eins og nýmarx-
istamir, þótt með öðm formerki sé. Þeir hafa engan áhuga á guðfræði, á
viðfangsefnum hennar. Bókabúð Máls og menningar, — þar fengust oft
guðfræðibækur og vísaði ég nemendum mínum oft þangað, það var í tíð
Magnúsar Torfa. Garaudy, sá frægi franski kommúnisti, prófessor í fagur-
fræði í Sorbonne, hann hefur t.d. mikinn áhuga á guðfræði. Hann kom
hingað til lands einu sinni og við hjónin buðum honum í hádegismat og
buðum Einari Olgeirssyni með honum. Garaudy sagði frá því að vinur hans
einn í París, sem var prófessor í guðfræði, ætlaði í sumarfrí, en fékk engan
til að taka yfir fyrirlestra sína. Ekki fyrr en Garaudy tók að sér að flytja fyr-
irlestra fyrir hann um guðfræði 19. aldarinnar. Hann hefur tekið mikinn
þátt í þessum frægu samræðum marxista og kristinna guðfræðinga. Hann
sagði við mig: Þið eruð allir í þessu yfirskilvitlega og himneska, en vantar
að fjalla um líf mannsins á jörðunni. Við marxistar erum allir í hinu jarð-
neska, í hagfræðinni og þjóðfélagsmálunum, en okkur skortir hin æðri
sjónarmið um tilgang lífsins. Þess vegna höfum við mikið að miðla hvorir
öðrum. — Mér fannst Einar Olgeirsson hálfhissa á hinum mikla guðfræði-
lega áhuga hins heimsfræga franska kommúnista”.
Hið ytra orð
— Þú minnist á 19. öldina. Kirkjan hlýtur að hafa átt í vök að verjast þá,
þegar náttúruvísindin fóru að skýra út fyrirbæri Biblíunnar svo sem sköp-
unarsöguna?
„Já, þú átt við Darwin. Það varð mikill hvellur þá. Darwin kom fram
með kenningu um þróun lífsins, sem í fljótu bragði virtist stangast á við
sköpunarsöguna, og fornleifafræðin uppgötvaði babýlonska texta sem
sýndu skyldleika Biblíunnar við slíkt efni, t.d. sköpunarsöguna og flóðs-
söguna. Það varð allt vitlaust og margir kirkjunnar menn vildu skrúfa fyrir
175