Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 241
Þórir Kr. Þórðarson
Magdalena Schram
Minning
F. 11. ágúst 1948, d. 9. júní 1993
Það eru ár og dagar síðan. Ung kona hringdi í mig og bað mig um viðtal
fyrir Helgarpóstinn. Við settumst í stofuna og klukkutímum saman ræddum
við um málin sem snerta líf og dauða, ást og hatur, einsemd og samhygð.
Magdalena kveikti rækilega í mér og ég birti henni sjálfan mig, hugsun
mína, trúarvitund, skilning minn á þjóðfélaginu og manninum, allt sem ég
hef verið að hugsa um í 50 ár og vinna að í Háskólanum. Þessi einstæða
kona hafði lag á því að komast að innsta kjama máls og þeirrar persónu
sem hún ræddi við. Sjaldgæfur eiginleiki og dýrmætur. Svo var það í
hitteðfyrra að leiðir okkar lágu saman á Landakoti og svo aftur í vor.
Andlegur styrkur þessarar fallegu konu veitti mér einhvem kraft sem erfitt
er að skýrgreina. Við hittumst oft þama frammi á stigapallinum þar sem
þessi mjúkláta líknarstofnun leyfir að menn fái sér reyk, en Magdalena kom
oft til meðhöndlunar en var þess á milli heima og á útvarpsráðsfundum og
við ritvélina og heimilisstörfin. Þama sat hún í hjólastólnum sínum með
plasmapokann hátt á stönginni og slöngu í handlegginn og augun logandi af
áhuga, djúp eins og tær skógarlindin af skilningi og þessari samtvinnun vits
og kærleika sem er svo einstætt innlegg sums fólks í lífsbaráttu annarra.
Eitt sinn sat ég á stigapallinum og opnast þá lyftuhurðin og út kemur
fallegur maður með aðra höndina á hjólastól og sýndist mér á sekúndubroti
að sæti í stólnum einhver fegurðardrottningin sem hefði brotið á sér löppina
á skíðum í Ölpunum. „Hvað, — þekkirðu mig ekki? Hef ég breyst svona?”
gall við úr lyftudymnum, en mér hafði orðið starsýnt á manninn, sem ég
bar ekki kennsl á, en ekki á hana. Þetta var sem sé ekki Alpadrottning með
fótbrot heldur Magdalena Schram, svona falleg og heillandi eins og ætíð.
Það sagði ég henni ekki, þorði það ekki, en seinna trúði ég henni fyrir því
að mér fyndist maðurinn hennar einhver fallegasti maðurinn í Reykjavík
vegna karlmennskuútlits, tempmðu kærleiksríku yfirbragði. Hún var mér
innilega sammála. Og ég held að sambúð þeirra hafi verið með fádæmum,
svo natinn var hann og elskusamur án þess að hún fyndi til þess að hún
væri sérstakrar umönnunar þurfi. Þama liggur kúnstin við umönnun sjúkra.
239