Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 55
Lífsgildin og bömin
tæknilegum lögmálum efnasambanda né lögbundinni hringrás eðlisfræði.
Kraftaverkið er tákn um felsi Guðs, og því er kraftaverkið í líft bamsins, —
þetta óvænta sem leiðir í Ijós dulin mögn í sálarlíft og tilveru — einn
meginþátturinn í frelsinu. Frelsið er undirstaða og forsenda sköpunarinnar,
hinnar listrænu sköpunar í litum og formum í leik bamsins sem og í lífi
Guðs skapara og endurlausnara. En frelsið er ekki taumleysi. í raun er
frelsi sköpunarinnar í listum (og í föndri bamsins) háttbundið og hnitmiðað
við t.d. eðli efnis þess sem unnið er úr, en einnig ríkir frelsi einungis innan
„ramma” eða innan marka þeirra laga sem eiga við um hið fagra, um
hlutföll og hrynjandi. Uppeldi tilfrelsis í listsköpun er því um leið uppeldi
til ögunar undir efniviðinn og lögmál fegurðarinnar.
Þannig er einnig háttað frelsinu í mannlegum samskiptum. Frelsið er
tamið við lögmál ábyrgðarinnar. Spumingunni nafntoguðu, Á ég að gæta
bróður míns?, ber að svara játandi. Hver maður er ábyrgur. Hann nýtur
frelsis einungis innan marka ábyrgðar gagnvart náunganum, öðmm manni
eða öðm bami, og ábyrgðar gagnvart lífstilgangi sínum, gagnvart Guði.
Þannig er Kristur bæði frelsi og lögmál. Líf í Kristi er líf í frelsi, en frelsið
á aðeins við innan marka kærleikslífsins, kristslífins. — Þannig er það
mikilsvert að bamið fái að njóta frelsis og fái að njóta þess að vera það
sjálft. Á böm má ekki leggja ánauðarok um hegðun né um viðhorf sem em
þeim óeðlileg í þeim skilningi að þau hamli eðlilegum þroska og vellíðan.
Á hinn bóginn þarf bamið að alast upp við þess háttar frelsi sem er jákvætt
gagnvart öðmm, tekur tillit til annarra og viðurkennir rétt þeirra, — að
einnig önnur böm hafi rétt til þess að vera þau sjálf Þannig á allt kristið
uppeldi bama að stefna að frelsi innan ramma ábyrgðar og fúsleika til
fyrirgefningar. Takmarkið er einstaklingur sem lifir í heillyndu og
heilbrigðu samneyti við umhverfi sitt, Guð, aðra menn og náttúmna.
Landið
Samneytið við landið, tunguna og söguna á að vera snar þáttur í uppeldi
bama jafnt sem í sjálfsþroska hvers einstaklings. Sköpun og friðþæging,
sátt og sáttargjörð í helgum bókum stefnir að allherjar sátt dýra, náttúm og
manna (Hósea 2.21-23). Að elska tunguna, landið og fólkið í landinu felur
í sér að rækta. Alþjóðaorðið er merkir menningu (cultura) er dregið af
sögninni að rækta. Litlir gróðurreitir í skólagörðum bama kenna þeim að
elska og rækja kraftaverkið í náttúmnni, er lífið brýst fram í frelsi sínu. Og
gleðileikur bamsins stefnir að þessu sama marki.