Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 44
Þórir Kr. Þórðarson
við skynjum en getum ekki talað um. Áður ræddum við þau orð Wittgen-
steins að við verðum að þegja um það sem við getum ekki talað um, en nú
skulum við ræða um Biblíuna sem talar um það sem eiginlega ætti að
þegja um.
Sannleikur trúarinnar er ósegjanlegur, samt verðum við að segja hann.
Það getum við aðeins á því málfari sem er málfar Biblíunnar, hin óeigin-
lega ræða, myndamálið, líkingaræðan. Og þannig ætti guðfræðin líka að
tala. Þegar trúfræðin talar röklega, verður oft úr rökleysa að dómi sumra
málfarsheimspekinga.14 Trúfræðin þarf einnig að nota óeiginlegt málfar,
tungutak Ijóðsagnarinnar (myþos), sem er málfar bænarinnar og Saltar-
ans,15 þótt hún þurfi að ræða röklega út frá innri rökum táknanna.
Mikið hefur verið rætt um hina umdeildu tilraun Bultmanns, hins mikla
jöfurs nýjatestamentisfræðanna, að „afklæða" boðskap Nýja testamentisins
þeim búnaði sem hann kallar mýtu.16 í augum Bultmanns er ,Mythos“
sama og „transcendens“ í rúmi, og nefnist þá heimsmynd; og í tíma, og
nefnist þá eskatólógía (kenningin um hina hinstu tíma og sú afstaða í
14 Ayer beinir spjótum sínum síður að trúfræðinni en ,,metafýsískri“ heimspeki í: A.J.
Ayer, Language, Truth and Logic , 1946, bls. 118-119, segir Zuurdeeg í: Willem F.
Zuurdeeg, An Analytical Philosophy of Religion, New York-Nashville: Abingdon
Press, 1958, bls. 120.
15 Ian T. Ramsey, Religious Language. An Empirical Placing of Theological Phrases,
London: SCM Press, 1957, bls. 89, bendir einmitt á að trúarlegt tungutak þurfi
ávallt að skírskota til þeirra róta sem það á í reynslu mannsins, t.d. í guðsþjónustu í
víðustu merkingu. Einnig hann greinir málfar Ritningarinnar skarplega frá málfari
raunvísindanna. (Hér væri freistandi að ræða um Cassirer, Language and Myth,
Johannes Sl0k, Det religipse sprog og Gustaf Aulén, Dramat och symbolema. En
bok om gudsbildens problematik, en það myndi leiða okkur afvega í þessari stuttu
hugleiðingu. Ég get þeirra hér, ef ske kynni að áhugi einhvers vaknaði fyrir
málfarslegri guðfrœði, sem ég nefni svo.
16 R. Bultmann, Jesus Christus und die Mythologie , Hamburg: Furchte Verlag, 1964,
en „prógram" Bultmanns er nefnt „Entmythologisierung“.
42