Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 162
Þórir Kr. Þórðarson
var þetta ekkert undarlegt heldur stafaði af því hver var blessun þess
manns. Hún var eins konar gáfa eða gjöf.
En krafturinn kom ekki aðeins fram í líkamlegu atgervi heldur einnig í
visku ákvarðana. Sá sem hlaðinn er blessun tekur réttar ákvarðanir.
Konungurinn var sérstaklega hlaðinn slíkri orku skynsemdar, einnig hinn
messíanski konungur (Jes 9.5).
í hinni löngu, dramatísku sögu um átökin milli Sáls og Davíðs kemur
fram að Davíð býr yfir náðargáfunni, charisma (sem Max Weber nefndi
svo). Allt heppnast honum, hann hefur hlotið hamingjuna, velgengnina í
vöggugjöf. En Sál er hin tragíska persóna í sögunni, og fall hans er
óumflýjanlegt. Sál lýsir vini sínum og keppinaut einmitt svo:
Blessaður ver þú Davíð, sonur minn. Þú vilt bæði verða mikill í framkvæmdum og
giftudijúgur. (1S 26.25)6
Atgervi Davíðs, heppni hans, láni og hamingju er hér lýst sem blessun. Það
er hann sem hefur blessunina, hamingjuna, lánið. En Sál hefur misst hana,
hans bíður það eitt að eigra um einn og yfirgefinn.
I Genesis, 1. Mósebók, segir frá höfuðfeðrum. Óvíða kemur sögnin að
blessa og nafnorðið blessun eða gifta oftar fyrir en þar. Abraham, ættfaðir
Araba og Gyðinga, hlýtur blessun Guðs og eignast því hjarðir og beitilönd
og að lokum son (1M 12 og 26). ísak hlaut einnig mikla blessun (1M
26.12-13), þ.e. hann var svo fylltur af lífskraftinum og giftunni að
Abímelek konungur Filistea gerði við hann sáttmála, og ísak eignaðist
sauðahjarðir og nautahjarðir, svo að Filistear öfunduðu hann, eins og þar
segir.
Spekin
Jósefssagan í niðurlagi 1. Mósebókar er í smásögustíl og lýsir því hvemig
blessunin, hamingjan veitist að lokum, þegar lífinu hefur verið lifað í
réttvísi og siðavendni. í þeirri sögu kemur fyrir annað orð (slh, maslíah),
sem merkir að heppnast, lánast, og er það einnig hliðstæða hamingjunnar,
blessunarinnar. Jósef var maður lángefinn [. . . ] og Drottinn lét honum
heppnast allt sem hann tók sér fyrir hendur (1M 39.2n). Þetta er ein hlið á
hamingjunni í Biblíunni.
6 baruk, blessaður, getur að vfsu verið blessunarformúla hér, sjá Scharbert brk í
Theologisches Wörterbuch zum Alten Testament, Stuttgart: Verlag W. Kohl-
hammer, 1972. Band F, Sp. 808-841.
160