Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 188
Þórir Kr. Þórðarson
heimili eða stofnum um lengri eða skemmri tíma eða öðram ráðstöfunum.
Á mestu ríður í þessu efni að ráð sé í tíma tekið.
En hvergi koma erfiðleikamir betur í Ijós né hin takmörkuðu úrræði
sem fyrir hendi era heldur en í bamavemdarstarfinu. Á engu sviði era
gallar núverandi skipulags augljósari en á sviði þeirra mála. Og í engum
þætti félagsmálastarfsins kemur hin brýna þörf þjóðfélagsins sjálfs skýrar í
ljós en í bamavemdarmálunum. Þar sést best nauðsyn þess að taka upp nýtt
sjónarmið sem allt starfið miðist við, heimilissjónarmiðið,fjölskyldu-
verndina. Kemur þetta fram af reynslu okkar hér í borg og einnig má um
þetta lesa í erindum og skýrslum. T.d. er á það bent í merkri skýrslu
heilbrigðismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, að í barnavemdarstarfi
skuli ekki fyrst og fremst fjallað um vandamál bamanna sjálfra, vandamál
þeirra skuli fyrst og fremst skoða í ljósi heimilisaðstæðna bamanna.
Þessi meginregla, fjölskylduverndin, sem í skýrslum og fagritum á
Norðurlöndum er nefnt „familie behandlingsprinsippet” er undirstöðu-
hugtak, og þá fyrst er að vænta betri úrræða ef hugtak þetta er lagt til
grandvallar starfsaðferðum félagsmála og stjómskipan þeirra. Kunnugir
vita, að félagsleg vandkvæði fylgjast oft að. Notkun nautnalyfja og önnur
óregla á heimili brýtur niður fjárhag heimilisins og heimilislífið að öðra
leyti. Er oft þörf opinberrar fjárhags- og húsnæðisaðstoðar af þessum
sökum. Þá raskast líf barnanna, líferni þeirra verður fyrir traflunum,
skólasókn þeirra verður óregluleg, og oft kemur skólaeftirlitið til skjalanna
af þessum sökum. Hugsanlegt er að vandkvæði heimilisins og bamanna
verði slík, að til kasta bamavemdamefndar komi og jafnvel rannsóknar-
lögreglu. Þannig geta vandkvæðin á einu heimili orðið margbrotin en átt
rót sína að rekja til djúpstæðra erfiðleika í persónulegu lífi foreldranna. Hin
félagslegu sjúkdómseinkenni sama heimilis geta verið mörg: áfengis-
vandamál, fjárhagserfiðleikar, húsnæðisvandræði, slæleg skólasókn bama,
önnur bamavemdarvandkvæði, jafnvel afbrotamál og nauðsyn vistunar.
Undir núverandi kerfi þurfa margir aðilar að fjalla um slíkt hugsanlegt
heimili. Gefur að skilja, að hér er ábyrgðinni sundrað á milli margra,
margir þurfa að rannsaka heimilið. Hætt er þá við, að rannsókninni,
könnuninni á vandkvæðunum, verði ábótavant og úrræðunum einhvers
áfátt...
Með samræmingu og með því að taka upp hið svonefnda fjölskyldu-
sjónarmið vinnst það, að einn starfsmaður framkvæmir rannsókn þessarar
fjölskyldu þar sem vandkvæðin hafa komið upp, hvort sem um er að ræða
186