Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 198
Þórir Kr. Þórðarson
rannsóknarstofur, bókasafn, kapellu og mötuneyti stúdenta, auk annars
rýmis fyrir margvíslega starfsemi, auk sjálfrar kennslunnar.
Húsið var byggt fyrir fé almennings vegna þátttöku í happdrættinu,
enda litu allir á Háskólann í þá daga sem ótvíræða háborg íslenskrar menn-
ingar. Háskólinn naut virðingar og velvildar í senn, og öllum þótti skylt að
efla veg hans sem mest. Þetta er nú löngu liðin tíð, en nauðsynlegt að kalla
þessa mynd fram í hugann. Táknmynd þessara hugmynda um Háskólann
var háskólabyggingin sjálf sem eins konar heilagt vé.
m
Síðari heimsstyrjöldin gerði mikið strik í reikninginn í þróunarsögu Háskól-
ans. Nú lokuðust leiðir til Kaupmannahafnar, Norðurlanda og meginlands-
ins, en þar höfðu þeir hlotið menntun sína sem kenndu við menntaskólana
og jafnvel gagnfræðaskólana. Þá tók einnig fyrir menntun íslenskra verk-
fræðinga erlendis.
Af þessum sökum var komið á fót kennslu til fyrri hluta prófs í verk-
fræði árið 1940, og 1944 varð verkfræðideild fimmta deild Háskólans. Að
stríðinu loknu héldu menn til framhaldsnáms og fullnuðu sig í hinum ýmsu
verkfræðigreinum í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Vestur-Þýskalandi og
Bandaríkjunum.
Þá var reynt að spoma við kennaraskorti í gagnfræðaskólum með all-
nýstárlegum hætti. Við heimspekideild var komið á fót sérstöku prófi,
Baccalaureus artium (B.A.) í fjölmörgum greinum, allt frá nútíma tungu-
málum til stærðfræði, og höfðu menn allfrjálst val um samval greina.
Kennarar í þessari grein vom stundakennarar og erlendir sendikennarar, og
má segja, að hér hefjist stétt stundakennara, sem síðar átti eftir að verða
æði fjölmenn. Erlendum sendikennumm fjölgaði óðum, og gerðu þeir há-
skólalífið fjölbreyttara og litríkara. Mætti segja, að úr hafi orðið eins konar
B.A.-deild innan heimspekideildarinnar, en vitaskuld lutu kennarar í B.A.-
fræðum yfirstjóm prófessora heimspekideildar. (Vert er að minna á, í ljósi
síðari þróunar, að þessi menntun var upphaflega aðeins ætluð til kennslu í
gagnfræðaskólum).
Þá var komið á fót kennslu í viðskiptafræðum innan lagadeildar (1941),
kennslu í tannlækningum innan læknadeildar 1945, og 1957 var settur á fót
kennslustóll í lyíjafræði lyfsala, einnig innan læknadeildar.
196