Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 235
Þórir Kr. Þórðarson
Sr. Jakob Jónsson, dr. theol.
In memoriam
F. 20. janúar 1904, d. 17. júní 1989
Allmargir dagar voru liðnir án þess að séra Jakob hringdi í mig, og var ég
farinn að sakna þess að heyra ekki frá honum, er ég fékk andlátsfregnina og
varð að orði, Nú hringir hann ekki oftar. Það var fastur liður í tilveru okkar
beggja að hann hringdi öðru hvoru til þess að segja mér frá nýjum hug-
myndum, eða lýsa þræðinum í nýju leikriti sem honum hafði dottið í hug,
eða ausa yfir mig einhverri hneykslun sinni, eins og um prédikun prestanna
sem honum fannst oft samsafn af sundurleitu efni í margar ræður og
saknaði hinnar klassísku þrískiptingar Jóns Helgasonar og Sigurðar Sívert-
sens, eða þá til að spyrja einhvers úr fræðunum eða fá mig til að fletta upp
einhverju. Ósjaldan sagði hann mér frá frumlegum hugmyndum sínum,
eins og þegar hann var að undirbúa grein um sköpun Evu úr rifi Adams
(bæði í gamni og stökustu alvöru) og hafði fengið tilvísanir hjá tengdasyni
sínum, dr. Jóni Hnefli, og fundið eitthvað sem mér hafði aldrei til hugar
komið. Las hann mér greinina, sem átti að birtast í blaði Seljahlíðar,
dvalarheimilisins þar sem þau frú Þóra bjuggu og nutu góðrar aðhlynningar
hins frábæra starfsliðs sem séra Jakob var hugfanginn af. Aldrei sendi hann
mér greinina, sem var þó meiningin, og hefur hún kannski ekki enn komið
út, en er vel þess virði að prentast með smælki þessa frjóa höfundar í safn-
riti stærri verka hans, ef einhvem tíma yrði út gefið. — Hugmyndir fékk
séra Jakob svo margar að hann var eins og vellandi hver sem kann að gjósa
á hverri stundu.
Er séra Jakob hafði lokið doktorsprófi sínu í Háskólanum, bauð frú
Þóra upp á kaffi. Séra Jakob fylgdi mér út að garðshliði í veislulok. Þar
sagði hann, ,Ja, lagsmaður, ég skal segja þér hvaða bók ég ætla að skrifa
næst,“ og svo kom hugmyndin að næstu bók, þótt vart væri þornuð
prentsvertan á hinni fyrri.
Við vorum í tíðum símasamskiptum, því að séra Jakob fylgdi þeirri
gömlu reglu reykvískra andans manna, sem nú er löngu af lögð, að hringja
ef maður lét í sér heyra í útvarpi eða blöðum, þakkaði erindið eða greinina
en notaði fyrst og fremst tækifærið til að ræða málefnið, gagnrýna og hrósa
233