Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 186
Þórir Kr. Þórðarson
Ekki hafa umhleypingar þjóðfélagsbreytinganna farið fram hjá landinu
okkar nema síður væri. Þróunin hefur verið þeim mun örari, sem tíminn er
skemmri frá miðaldaþjóðfélaginu til hins nýtískulega bæja- og borga-
þjóðfélags. Sú þróun, sem tekið hefur 200-300 ár í nágrannalöndunum,
hefur um margt átt sér stað á einni mannsævi á okkar landi. Það segir sig
því sjálft, að við búum ekki við langa hefð félagslegrar þjónustu hins
opinbera og félagssamtaka í þéttbýlinu eins og nágrannaþjóðimar. Ólíkt
því sem gerist í nágrannalöndunum þurfum við um flest að reisa hús af
grunni, leggja undirstöðu þjóðfélagsstofnana sem með öðmm þjóðum er
verið að þróa á grundvelli gamallar reynslu. Þróunin í nágrannalöndunum í
þessu efni hefur verið með ýmsu móti í hverju landinu fyrir sig.
En samt má greina meginþætti sem sameiginlegir em, uppistöðuþræði
hugsunarinnar, sem stefnir að haldbetri viðbrögðum og úrræðum við
félagslegum vandkvæðum nútímans. Danir em t.d. skemmra á veg komnir
um samræmingu löggjafar sinnar í félagsmálum en Norðmenn og Svíar, og
Bretar stefna að altækri heildarsýn um alla félagslega þjónustu.
Reynsla okkar af félagsmálastarfi í Reykjavík undanfarin ár hefur fært
okkur heim sanninn um það, að brýna nauðsyn ber til þess að því fólki sem
koma þarf til hjálpar með aðgerðum hins opinbera sé veitt önnur aðstoð og
meiri en sú að úthluta því fé til framfæris eða húsnæði að búa í.
Endurhœfmg þeirra, sem af einhverjum ástæðum hafa reynst óhæfir til þess
að ganga lífsgönguna óstuddir er fmmnauðsyn. Þetta hefúr lengi ljóst verið
og var raunar gerð fyrsta tilraun til þess með endurskipulagningu skrifstofu
félags- og framfærslumála fyrir nokkmm ámm. En ljóst var, að enn lengra
þurfti að halda á þessari braut. Þá var það ljóst, þegar er þessi mál vom
skoðuð, að allt of margir aðilar koma við sögu skjólstæðinga hinna ýmsu
félagsmálastofnana. Var þetta einkum sýnt í bamavemdarmálunum og var
tilefni þess að skipuð var nefnd til þess að kanna möguleika á auknu
samstarfi stofnana að bamaverndarmálum. Könnun nefndarinnar sýndi
ljóslega, svo að ekki varð um villst að sú stofnum sem ein hafði langflest
nöfn þeirra á skrám sínum sem leituðu annarra stofnana eða lutu afskiptum
þeirra, var skrifstofa félags- og framfærslumála. Það gaf því auga leið, að
væri reynt að samræma störfin og draga saman í stærri heildir skylda
starfsþætti eða jafnvel sameina í eina heild, eins og að lokum varð ofan á,
var sú stofnun sjálfssögð sem miðpunktur þeirrar samræmingar.
Þegar könnuð em úrræði nágrannaþjóðanna í félagsmálum og nýjungar
í uppbyggingu þeirra mála kemur í ljós, að það er einmitt þessi leið sem
184