Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 184
Þórir Kr. Þórðarson
þeirra sem mestu varðar að ráðin sé bót á vandkvæðum sem oft reynast
tímabundin ef ráð er í tíma tekið. Hefur því verið haldið áfram því starfi,
sem lýtur að úrbótum á þessu sviði.
Á vegum fræðslustjóra2 var fyrir nokkrum árum samin áætlun um
byggingarframkvæmdir á stofnunum sem nauðsynlegar eru taldar vegna
vemdar bama og ungmenna. Stofnanir hafa verið byggðar, en jafnframt
hafa menn viljað gefa sér tóm til þess að skoða það í ljósi fenginnar
reynslu, hverjar meginreglur geta talist heppilegastar um rekstur slíkra
stofnana. í þessu sambandi ber einnig að geta byggingar vöggustofu að
Hlíðarenda sem rekin er í samvinnu við samtök áhugamanna hér í borg.
Hefur sú stofnun sætt nokkurri gagnrýni um starfsfyrirkomulag. En of
snemmt er að spá því á þessu stigi málsins hverjar breytingar séu
æskilegastar í þessu efni. Menn hafa á það bent, að stofnanir sem ætlaðar
eru þeim börnum, sem einhverra ástæðna vegna geta ekki dvalist hjá
kynforeldmm sínum þurfi fremur að vera heimili en stofnun. Einmitt þess
vegna var komið á fót fjölskylduheimili að Skála við Kaplaskjólsveg og
var hér riðið á vaðið um merka nýjung í starfi.
Það hefur ávallt verið ljóst, að erfitt er að fxnna meðalveg milli vistunar
á stofnanir og annarra úrræða. Bygging stofnana er nauðsynleg að vísu, en
langsamlega mikilvægast er að hefja aðgerðir, sem miða að því að koma
börnum þeim, sem hér eiga hlut að máli í fóstur á einkaheimili um
skemmri tíma eða til langdvalar, búa þessum bömum, sem harðast hafa
orðið úti í lífsbaráttunni á sinni stuttu ævi, þann samastað sem best hentar, í
hlýju og persónulegu viðmóti á einkaheimili...
Því var það, að þegar hugað var að endurskipan bamavemdarmála í
upphafi þessa kjörtímabils, var það fyrst og fremst þrennt, sem áhersla var
lögð á: 1. Aukin starfsliðsþörf skrifstofu barnaverndarnefndar. 2.
Húsnæðisþörf þessa starfs. 3. Nauðsyn þess að koma á fót fóstrunarkerfi og
öðmm nýjungum.
Hefur nú verið aukið við starfslið á skrifstofu bamavemdamefndar og
þar á meðal ráðinn einn sérmenntaður starfskraftur3 sem fengið hefur það
sérstaka hlutverk að undirbúa stofnun svonefnds fóstmnarkerfis auk
annarra starfa til endurbóta á starfi skrifstofunnar ...
2 Jónasar B. Jónssonar.
3 Dr. Bjöm Bjömsson, síðar prófessor í félagslegri siðfræði.
182