Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 218
Þórir Kr. Þórðarson
brenndu og möluðu kaffx, hellti sjóðandi vatninu ofan á kaffið en vafði
þykkum klút um bollann til þess að halda honum heitum á meðan blandan
var að sjatna. Tók haim síðan stærsta vindilinn sem hann átti til, lagðist í
dívaninn sinn og vafði sig öllum þeim teppum, er hann átti; skellti því næst
í sig allri kaffihrærunni og reykti vindilinn í gríð og erg þar til hann var
uppreyktur á nokkrum mínútum. Hófst nú ógurlegur hjartsláttur og svitakóf
hið mesta og séra Friðrik féll í djúpan svefn. Næsta morgun vaknaði hann
alheill. Dr. Ámi Ámason, vinur hans, sagði síðar, að þetta hefði enginn
þolað nema maður með hjarta úr hrossi. Enda var það svo, að hjarta og
æðar séra Friðriks vom óvanalega sterkar frá mínu leikmannssjónarmiði.
Eitt sinn hinna síðari ára fannst honum hann vera með hita og bað mig að
taka um púlsinn. Ég tók slagæð vinstri handar. Var hún viðkomu eins og
vatnsslanga útþanin, slátturinn geysihægur og slögin föst og ömgg. —
Þetta hefur verið rétt hjá dr. Áma með hrosshjartað!
En nú er ég kominn frá efninu. Seinustu árin upphófst mikil kölkun í
fótum og ærið ónæðissöm á stundum. Sagði þá séra Friðrik: „Ég er feginn,
að kölkunin byijar í þessum enda.”
Þegar hann var orðinn blindur, skemmti hann sér við að „horfa á” þau
litbrigði sem bröguðu fyrir blindum augum hans. Sagðist hann sjá hina
mestu litadýrð, rauða og bláa og allt þar á milli og lýsti þessu með mikilli
tilfinningu og nautn. Og eiginlega gerði séra Friðrik sér nautn og
skemmtun úr öllu. Hann var hinn eini sanni, andlegi bohéme, sem ég hefi
þekkt.
Oft var það, er ég kom til hans á miðvikudagskvöldum (en það vom
„mín” kvöld, margir lásu fyrir hann blindan á ákveðnum kvöldum), að ég
spurði hann, hvað ég skyldi nú lesa. Hann svaraði: „Nú skulum við
skemmta okkur. Lestu nú t.d. kafla úr Iljónskviðu, t.d. þar sem guðimir em
að berjast! Það er svo feikilega skemmtilegt.” Þegar ég svo las um hina
æðisgengnu og blóðugu bardaga Ólympusguða, hló hann ofan í skeggið og
skemmti sér konunglega.
En önnur kvöld biðu alvarlegri viðfangsefni. Séra Friðrik var aldrei
iðjulaus. Og þegar hann var blindur orðinn og bundinn við stólinn sinn, var
hann allan daginn að rifja upp það sem hann kunni utanað, sem var
auðvitað allur hinn sígildi íslenski kveðskapur og margt úr erlendum
kveðskap á fmmmáli. Þurfti þá að fá úr skorið orðanna hljóðan í einhveiju
erindi, sem hann var farinn að ryðga í. Mest elskaði hann Hóras af
latneskum skáldum og kunni hann vitanlega allan utanbókar. Eitt kvöld var
216