Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 100
Þórir Kr. Þórðarson
Myþos
Annað orð er notað til að tákna annars konar málfar, sem einnig er notað á
Vesturlöndum og um margt jafnvel skemmtilegra en Logos, og það er Myþ-
os. Mannsandinn leitar Guðs með skynsemd sinni, en Guð leitar mannsins
á þann veg sem við fáum ekki skilið. Því reynum við að segja frá leit Guðs
á eins konar líkingamáli og í dæmisögum.
Myþos er grískt orð sem merkir vanalega „goðsögn”. (Ég nota í þess
stað stundum orðið „ljóðsögn”). En það hefur einnig aðra merkingu, og hún
á við hér: Á vestrænum nútímamálum merkir myþos ríkjandi afstöðu menn-
ingarheildar eða tiltekins hóps innan menningarheildar, eins konar frum-
skoðun eða hugmyndakerfi (ídeológíu) þjóðar eða hóps fólks innan þjóð-
arheildar (sem oft er notað til þess að réttlæta gerðir þjóðar eða hóps, t.d.
styrjöld). Myþos merkir einnig táknræna tjáningu þessarar afstöðu eða
frumskoðunar hópsins, til dæmis, tjáningu með söguskýringu, listaverki
eða tónverki.
Þetta hugmyndakerfi sem táknað er með orðinu myþos getur verið til-
tekið verðgildismat og afstaða til málefna líðandi stundar, en einnig sér-
stakt viðhorf til fortíðarinnar, sem kemur þá fram í því að saga er sögð, til
dæmis forsaga þjóðar, saga um uppruna hennar. Skýrir þá sú „saga” hug-
myndafræði þjóðarinnar, ættbálksins, hópsins, þ.e. afstöðu þjóðarinnar til
sjálfrar sín, til fortíðar sinnar og þjóðemis6. (Dæmi: íslendingar skráðu
„sögu” upphafs síns og fyrstu alda í þeim ómeðvitaða tilgangi að efla líf
þjóðarinnar og framtíðarsýn). Þegar ég segi að þessi afstaða sé tjáð tákn-
rænt, á ég við tákn tungumálsins í ljóði, list, drama eða frásögn.
Táknið (symbólið, til dæmis listaverkið eða Ijóðið) og táknrænan
(symbólíkin) er partur af merkingu þess sem táknað er. Af því sést hversu
mikilvægt það er að skilja formið, tjáningarmátann, hvort hann er stærð-
fræðitölur í hagskýrslum eða margrætt tákn í ljóði eða list.
„Mýta” er ekki goðsögn
Oft er úr „myþos” gert íslenskt orð, „mýta”. En vegna þess að „mýta”
merkir einnig „goðsögn”, geta menn villst á merkingunni. „Goðsögn”
6 Svipaða kenningu hefur Davíð Erlingsson sett fram í ritgerð sinni „Saga gerir
mann”.
98