Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 220
Þórir Kr. Þórðarson
sem hann svaf á, við hliðina á vasaúrinu. Áður en hann lagðist útaf, snerti
hann steininn. Síðan hóf hann bænagjörð sína. Bað hann þá fyrir öllum
vinum sínum, hverjum af öðrum, bömunum, sem hann hafði skírt,
drengjunum, sem hann hafði starfað fyrir og nafngreindi þá. Það var hans
talnaband. Hann unni öllum drengjunum. Mest allra manna unni hann
fóstursyni sínum, Adolf Guðmundssyni.
Þeir Adolf fóru oft í ferðir saman og stundum norður í land. Einhverju
sinni stöðvaðist vél bílsins á Öxnadalsheiði. Það var engin leið að koma
henni í gang, hvemig sem reynt var. Enginn vafi lék á hvernig á stóð. Hét
séra Friðrik á heilagan Þorlák, og með sama fór bíllinn í gang.
Margar vom sögumar úr hjásetunni, er hann lá yfir bókum. Ekki vom
það bamslegar ævintýrasögur, eins og nú tíðkast, heldur náttúmsaga og
grísk goðafræði og aðrar áþekkar bækur, sem fengnar höfðu verið að láni á
næstu bæjum. — Þar sá ég rætumar á hinum volduga meiði íslenskrar
sveitamenningar, sem nú er að líða undir lok. Þar í einvemnni uppi til fjalla
minntist hann einnig frásagnanna úr Gamla testamentinu, sem var einhver
fyrsta bókin er hann las. Var hugur hans altekinn af þeim fallega sið, sem
heillaði ímyndunarafl bamsins, er hinir fomu Hebrear fómuðu Guði hinu
besta, sem þeir áttu. Hafði hann því í laumi krækt í besta bitann úr askinum
sínum og haft með sér í hjásetuna, byggði Guði altari og brenndi fómina,
Guði til þægilegs fómarilms. — Mér fannst ég skilja betur en eftir lestur
margra fræðibóka eðli hinna fomu fómarsiða fmmþjóðanna.
Þannig voru samfundirnir með séra Friðrik sífelld skemmtun og
ótæmandi lærdómslind. — Og hann hélt út. Hann var ótæmandi sjór. Hin
andlega skemmtunarfýsn var ódrepandi. Einhverju sinni, er ég var að lesa
eitthvað úr gullaldarbókmenntunum, varð mér hverft við. Séra Friðrik var
þá orðinn mjög hmmur og máttfarinn. Mér heyrðist hrygla í honum. Ég
varð skelfingu lostinn og leit yfir til hans í stóra, rauða stólnum. En ég
þorði ekki fyrir mitt litla líf að hætta lestrinum. Sá ég þá, hvemig í öllu lá.
Hann teygir sig með erfiðismunum yfir til vinstri handar. Hann var að ná í
vindilstúfinn, sem þar var, en dautt var í. Einhvem veginn tókst honum að
kveikja...
Séra Friðrik var ekki ljóðskáld í þess orðs eiginlegu merkingu, þrátt
fyrir nærri botnlausa þekkingu hans á íslenskum gullaldarkveðskap fom-
aldar og nýaldar og góða þekkingu á erlendum kveðskap. Samt orti hann
mikið af sálmum og andlegum Ijóðum. Var um það sem annað í lífi hans,
að augnablikið, starf líðandi stundar og þarfir þess — og lífsnautn andans
218