Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 108
Þórir Kr. Þórðarson
er og fagurt. Spekirit Biblíunnar eru fjölskrúðugt dæmi um þessa hugsjón,
en einnig önnur rit. Deuteronómíum eða 5. Mósebók hefur hin sömu
uppeldisfræðilegu einkenni.
b. Hið prófetíska
Lífið hefur aðra hlið, hið díonýsíska meðal Grikkja, prófetískan „pathos“
meðal spámanna Hebrea. „Sársaukinn á sér ekki endastöð" heitir ljóð
Berglindar Gunnarsdóttur, er skáldkonan las á fyrsta ljóðakvöldi í Mensu á
haustdögum 1985. Hið fagra og góða, hlýja og örugga, sem baminu er
nauðsynlegt andrúmsloft og vekur því öryggiskennd, er aðeins önnur hlið
tilverunnar. Hin hliðin eru æsilegar og sársaukafullar þverstæðurnar í
lífinu. Barnið mætir þeim sem unglingur eða fullorðinn maður. Þver-
stæðumar í lífinu em það sem gera það stórt, tignarlegt og mikilúðlegt.
Dæmisögur Jesú sækja málfarsstíl í hinar spámannlegu ræður og líkingar
Hebrea og draga fram andstæður ljóss og myrkurs, gera kleifa hina listrænu
lýsingu á lífinu í fyrsta sinn í mannkynssögunni. Myndlist og tónlist, list
ljóðs og skáldskapar em óhugsandi án þessara viðhorfa. Af þessari ætt em
dómsræður spámanna, en einnig hið stórfenglega og mikilfenglega í tón-
verkum og öðmm listum samtímans. Sönn paideia stefnir að hinni pró-
fetísku dýpt í viðhorfum til lífsins, til annars fólks, til sjálfs sín. Andstæð-
umar sameinast þannig, en aðeins eins og í neistanum sem kviknar mitt á
milli tveggja rafskauta.
Samt geta þessi tvö viðhorf verið raunvemlegar andstæður er standa
hvor gagnvart annarri sem ósættanlegir fjandmenn. Það gerist í dæmisögu
Jesú um faríseann og tollheimtumanninn. Gagnstætt venjulegri útleggingu
(sem byggir á misskilningi) er faríseinn góði maðurinn í sögunni, toll-
heimtumaðurinn er vondi maðurinn. En hann verður að fyrirmynd vegna
þess að hann iðrast, eins og aðalpersónan í mörgum sögum Ástu
Sigurðardóttur. Faríseinn er sem sé sá sem lagt hefur allt kapp á það
viðhorf sem ég kenndi við ,paideia“ hér að ofan. Hann er í samhljóm við
hina hellensku hugsjón í paideia og hina gyðinglegu í spekiritum, sá sem
leggur alla stund á góðleikann, guðsóttann og góða siðu. Því fylgir
lífsánægja, eins og áður sagði, en einnig sjálfsánægja (Ibsen: Samfunnets
stötter). Hér kemur því það til sem við rekumst á í daglegu lífi og er þekkt
úr bókmenntunum og leikrituninni: Því siðgæði sem við nefnum stundum
(eða rangnefnum) borgaralegt siðgæði fylgir stundum grunnfærinn
skilningur á kjörum og viðhorfum annarra. Sú afstaða kemur vel fram í
106